Innlent

Ísland á eftir í verknámi

Ísland er í hópi ríkja á borð við Eistland, Grikkland, Ítalíu og Portúgal, þar sem hærra hlutfall nemenda á framhaldsskólastigi er í almennu bóknámi en í verknámi. Þetta kemur fram í ritinu Lykiltölur í menntun í Evrópu 2005 sem Evrópusambandið gefur út. Þar segir að í löndum Evrópusambandsins er hlutfall þeirra sem eru verknámi 63 prósent, en á Íslandi er hlutfallið 37 prósent. Í Evrópu er algengt að fjórðungur fólks á aldrinum 20 til 24 ára hafi lokið starfsnámi en á Íslandi er hlutfallið um tíu prósent. Í flestum ríkjum Evrópusambandsins brautskrifuðust rúmlega 25 prósent háskólastúdenta úr félagsvísindagreinum, lögfræði og viðskipta og hagfræðigreinum. Á Íslandi er hlutfallið 37 prósent. Hlutfall þeirra sem útskrifuðust með háskólamenntun í raunvísinda- og tæknigreinum jókst víðast hvar í Evrópu á árinum 1998 til 2002, en Ísland var eitt níu ríkja þar sem aukningin á þessu sviði var yfir tíu prósent miðað við aldurshópinn 20 til 29 ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×