Innlent

Kveikt í blaðabunka á Selfossi

Kveikt var í blaðabunka við aðalinngang Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í nótt. Lögreglan fór þegar á vettvang og slökkti eldinn með slökkvitæki. Að sögn lögreglunnar á Selfossi hafði verið kveikt í blaðabunka sem hafði væntanlega verið borinn út í skólann um helgina. Í brunarústinni fannst eldspýta svo allt bendir til að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum. Sprunga kom í eina rúðu en annað tjón varð ekki. Talið er að sá sami eða sömu hafi brotið rúður í Vallaskóla við Sólvelli í gærkvöldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×