Innlent

Orka jarðar

Landsmót skáta 2005 fer fram á Úlfljótsvatni 19. til 26. júlí næstkomandi en það er haldið þriðja hvert ár. Landsmótið er ein stærsta útisamkoma sem haldin er á Íslandi og búast skipuleggjendur mótsins við um 4-5000 manns alla vikuna. Þema Landsmótsins er "Orka jarðar" og vísar það í orkuna innra með skátum sem og í umhverfi þeirra. Útvarp, blað, ráðhús, sjúkrahús, öryggisgæsla og verslun er meðal þess sem starfrækt verður á Úlfljótsvatni yfir mótsdagana og verður fjölbreytt dagsskrá fyrir gesti. Mótið er einkum ætlað skátum frá 11 til 18 ára en einnig er búist við ylfingum (9 til 10 ára), eldri skátum og fjölskyldum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×