Innlent

Allt fyrir Clint

Tugir ungra manna fylgdu eftir ameríska draumnum og mættu í áheyrnarprufur í Keflavík í gærkvöldi fyrir stórmynd Clint Eastwood, Flags of our Fathers. Leitað var að aukaleikurum í myndina og þeir sem verða valdir munu leika hermenn í myndinni. Nú hafa á bilinu 60 til 70 varnarliðsmenn verið valdir til þátttöku í myndinni þar sem þeir munu að sjálfsögðu leika hermenn. Þeir sem valdir verða þurfa að gangast undir strangar reglur. Á vef Víkurfrétta í dag kemur fram að nokkrir hárprúðir menn hafi mætt í prufurnar í gær og það truflaði þá ekki að þurfa að láta hárið fjúka. Þeir sögðu einfaldlega: „allt fyrir Clint.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×