Innlent

Kortafyrirtæki styrkir sendiráð

Bandaríkjamenn halda upp á þjóðhátíðardag sinn, fjórða júlí, í dag, og af því tilefni bjóða sendiherrar Bandaríkjanna um allan heim, völdum mönnum úr hópi innfæddra til teitis í sendiráðum sínum síðdegis. Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi er þar engin undantekning en það vakti undrun væntanlegra gesta, þegar þeir opnuðu póstinn með boðskorti frá þessu mesta efnahagsstórveldi heims, að með boðskortinu fylgdi álíka stórt kort þar sem sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi þakkar Master Card kortafyrirtækinu fyrir stuðninginn við veisluhöldin við Laufásveg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×