Danir flengdu Englendinga 17. ágúst 2005 00:01 Danir tóku Englendinga í kennslustund í vináttuleik á Parken í Kaupmannahöfn í gærkvöld en þetta var stærsta tap enska landsliðsins í 25 ár. „Ég er reiður og vonsvikinn yfir þessu tapi og ég sagði við strákana að ef þeir ætluðu sér að spila svona í framtíðinni, gætu þeir gleymt því að fara á heimsmeistaramótið," sagði Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands í gær, eftir að liðið tapaði 4-1 fyrir Dönum í æfingaleik. Englendingar binda miklar vonir við landslið sitt á HM í Þýskalandi næsta sumar, en ef marka má frammistöðu liðsins í gærkvöld þarf Sven-Göran Eriksson að lesa hressilega yfir hausamótunum á sínum mönnum, sem voru teknir í bakaríið af Dönum á Parken í gærkvöld. Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðindalítill, en í þeim síðari gerði Eriksson nokkrar breytingar á liði sínu og setti m.a. David James í markið, sem gerði lítið annað en að sækja knöttinn í netið í hálfleiknum. Þeir Glenn Johnson og Jamie Carragher komu inn í stað Gary Neville og John Terry og það átti eftir að hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér, þar sem ekki stóð steinn yfir steini í vörn Englendinganna. Fyrsta mark leiksins kom á 62. mínútu og um sex mínútum síðar var staðan orðin 3-0 fyrir Dani sem léku á als oddi, meðan vörn Englendinganna var eins og gatasigti. Þeir Dennis Rommendahl, Jon Dahl Tomasson og Michael Gravgaard skoruðu mörk danska liðsins og gerðu út um leikinn, áður en Wayne Rooney minnkaði muninn eftir frábæra sendingu frá David Beckham skömmu fyrir leikslok, en þeir voru yfirburðamenn í liði Englands. Niðurlægingu gestanna var þó ekki lokið, því Sören Larsen bætti við fjórða marki Dana eftir varnarmistök í uppbótartímanum. „Mér þótti fyrri hálfleikurinn þokkalega góður, en sá síðari var vægast sagt skelfilegur," sagði Eriksson, sem ekki er vanur að viðra skoðanir sínar í viðtölum. „Það er eins og menn hafi haldið að þeir væru bara í fríi. Þeir gerðu ekkert rétt allan seinni hálfleikinn og ég er gríðarlega vonsvikinn," sagði Eriksson. „Það er alltaf hræðilegt að tapa leikjum á þennan hátt, en við megum samt ekki hengja haus yfir þessu, þetta var bara æfingaleikur eftir allt saman," sagði David Beckham, fyrirliði enska liðsins. Zinedine Zidane fagnaði endurkomu sinni í franska landsliðið með því að skora eitt mark í 3-0 sigri á Fílabeinsströndinni en afmælisbörnin, William Gallas og Thierry Henry, sem báðir urðu 28 ára í gær, skoruðu hin mörkin. Henrik Larsson átti einnig farsæla endurkomu inn í lið Svía sem unnu 2-1 sigur á Tékkum. Larsson kom Svíum yfir strax á 20. mínútu. Búlgarar sem eru með okkur í riðli eins og Svíar unnu 3-1 sigur á Tyrkjum þar sem góðkunningi íslenska liðsins, Dimitar Berbatov, skoraði tvö markanna. Möltubúar gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Íra, Ungverjar töpuðu 1-2 fyrir Argentínu og þá gerðu næstu mótherjar okkar Íslendinga, Króatar, 1-1 jafntefli gegn heimsmeisturunum Brasilíumanna. Króatar komust yfir eftir hálftíma leik en Brassarnir jöfnuðu rétt fyrir hálfleik Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Juventus-parið hætt saman Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Sjá meira
Danir tóku Englendinga í kennslustund í vináttuleik á Parken í Kaupmannahöfn í gærkvöld en þetta var stærsta tap enska landsliðsins í 25 ár. „Ég er reiður og vonsvikinn yfir þessu tapi og ég sagði við strákana að ef þeir ætluðu sér að spila svona í framtíðinni, gætu þeir gleymt því að fara á heimsmeistaramótið," sagði Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands í gær, eftir að liðið tapaði 4-1 fyrir Dönum í æfingaleik. Englendingar binda miklar vonir við landslið sitt á HM í Þýskalandi næsta sumar, en ef marka má frammistöðu liðsins í gærkvöld þarf Sven-Göran Eriksson að lesa hressilega yfir hausamótunum á sínum mönnum, sem voru teknir í bakaríið af Dönum á Parken í gærkvöld. Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðindalítill, en í þeim síðari gerði Eriksson nokkrar breytingar á liði sínu og setti m.a. David James í markið, sem gerði lítið annað en að sækja knöttinn í netið í hálfleiknum. Þeir Glenn Johnson og Jamie Carragher komu inn í stað Gary Neville og John Terry og það átti eftir að hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér, þar sem ekki stóð steinn yfir steini í vörn Englendinganna. Fyrsta mark leiksins kom á 62. mínútu og um sex mínútum síðar var staðan orðin 3-0 fyrir Dani sem léku á als oddi, meðan vörn Englendinganna var eins og gatasigti. Þeir Dennis Rommendahl, Jon Dahl Tomasson og Michael Gravgaard skoruðu mörk danska liðsins og gerðu út um leikinn, áður en Wayne Rooney minnkaði muninn eftir frábæra sendingu frá David Beckham skömmu fyrir leikslok, en þeir voru yfirburðamenn í liði Englands. Niðurlægingu gestanna var þó ekki lokið, því Sören Larsen bætti við fjórða marki Dana eftir varnarmistök í uppbótartímanum. „Mér þótti fyrri hálfleikurinn þokkalega góður, en sá síðari var vægast sagt skelfilegur," sagði Eriksson, sem ekki er vanur að viðra skoðanir sínar í viðtölum. „Það er eins og menn hafi haldið að þeir væru bara í fríi. Þeir gerðu ekkert rétt allan seinni hálfleikinn og ég er gríðarlega vonsvikinn," sagði Eriksson. „Það er alltaf hræðilegt að tapa leikjum á þennan hátt, en við megum samt ekki hengja haus yfir þessu, þetta var bara æfingaleikur eftir allt saman," sagði David Beckham, fyrirliði enska liðsins. Zinedine Zidane fagnaði endurkomu sinni í franska landsliðið með því að skora eitt mark í 3-0 sigri á Fílabeinsströndinni en afmælisbörnin, William Gallas og Thierry Henry, sem báðir urðu 28 ára í gær, skoruðu hin mörkin. Henrik Larsson átti einnig farsæla endurkomu inn í lið Svía sem unnu 2-1 sigur á Tékkum. Larsson kom Svíum yfir strax á 20. mínútu. Búlgarar sem eru með okkur í riðli eins og Svíar unnu 3-1 sigur á Tyrkjum þar sem góðkunningi íslenska liðsins, Dimitar Berbatov, skoraði tvö markanna. Möltubúar gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Íra, Ungverjar töpuðu 1-2 fyrir Argentínu og þá gerðu næstu mótherjar okkar Íslendinga, Króatar, 1-1 jafntefli gegn heimsmeisturunum Brasilíumanna. Króatar komust yfir eftir hálftíma leik en Brassarnir jöfnuðu rétt fyrir hálfleik
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Juventus-parið hætt saman Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Sjá meira