Innlent

Nokkur hálka og hálkublettir um allt land

Nokkur hálka og hálkublettir eru víða um land. Hálka og éljagangur er í Þrengslum og hálkublettir á Hellisheiði. Þá er einnig hálka og éljagangur víða á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Eyrarfjalli og óveður er á Steingrímsfjarðarheiði. Hálka eða hálkublettir eru víða á Norðurlandi, Norðausturlandi og Austurlandi. Einnig er hálka á milli Kirkjubæjarklausturs og Mýrdalssands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×