Innlent

Telur brot olíufélaganna skipta hundruðum

MYND/Vilhelm
Ríkislögreglustjóri telur að brotatilvik starfsmanna stóru olíufélaganna þriggja vegna ólöglegs verðsamráðs þeirra skipti hundruðum. Þetta kemur fram í tilkynningu Ríkislögreglustjóra í tilefni þess að hann hefur lokið rannsókn sinni vegna samaráðsmálsins, og sent niðurstöður til Ríkissaksóknara til ákvörðunar um ákærur.

Rannsóknin hófst haustið 2003 í tengslum við rannsókn Samkeppnisstofnunar á meintu samráði olíufélaganna. Við þá athugun varð samkeppnisstofnun áskynja um atriði, sem kynnu að varða refsilög og gerði Ríkislögreglustjóra viðvart. Í tilkynningu Ríkislögregustjóra segir að 80 einstaklingar hafi verið yfirheyrðir í rannsókninni í samtals 150 yfirheyrslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×