Innlent

Flugvöllurinn verði um kyrrt

Brýnt er að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í höfuðborginni að mati framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, en kjördæmisþing þeirra var haldið á Akureyri og lauk í gær.

Á þinginu voru samþykktar fjölmargar ályktanir, til dæmis að eðlilegt sé að við endurskoðun stjórnarskrárinnar verði opnað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur og skýrar reglur mótaðar þar um. Þá lagði þingið áherslu á áframhaldandi uppbyggingu Háskólans á Akureyri og lýsti yfir stuðningi við stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×