Innlent

Mánuður fyrir fyrsta brotið

26 ára gamal Patreksfirðingur var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Vestfjarða á miðvikudag þar sem hann var dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir fíkniefnabrot. Þar sem um fyrsta brot mannsins var að ræða var dómurinn skilorðsbundinn í tvö ár.

Maðurinn játaði sök fyrir Héraðsdómi Vestfjarða. Hann sagðist hafa keypt fíkniefnin síðastliðið sumar og selt hluta þeirra en þó ekki allt. Lögreglan gerði um 2,5 grömm af amfetamíni, 2 grömm af kókaíni og 10 e-töflur upptækar af manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×