Sport

Íris í 9. sæti í 1500 metra hlaupi

Hlaupadrotningin unga, Íris Anna Skúladóttir úr Fjölni í Grafarvogi, varð í 9. sæti í 1500 metra hlaupi á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Marrakesh í gær. Íris Anna, sem verður ekki 16 ára fyrr en í lok ágúst, hljóp vegalengdina á 4 mínútum 33,57 sekúndum. Árangur Írisar Önnu er sérlega glæsilegur í ljósi þess hve ung hún er en hún varð fyrst íslenskra unglinga til þess að komast í úrslit á heimsmeistaramóti ungmenna 17 ára og yngri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×