Pottur brotinn þegar kemur að tryggingum íþróttafólks 7. nóvember 2005 20:40 Pottur er víða brotinn þegar kemur að tryggingum íþróttafólks, verði það fyrir meiðslum við æfingar eða keppni. Sum félög og sérsambönd hafa keypt tryggingar fyrir sitt fólk en Ólympíu- og íþróttasambandið segir of dýrt að tryggja alla. Í byrjun apríl árið 2002 tóku gildi nýjar reglur um slysatryggingar þeirra sem æfa eða keppa unduir merkjum íþróttafélaga. Þá var sett á sú takmörkun að til þess að eiga rétt á bótum úr slysatryggingum hjá Tryggingastofnun ríkisins þarf slysið að hafa valdið a.m.k. tíu daga óvinnufærni. Aðspurður um hvort fólk sem slasist minna við íþróttaiðkun sé tryggt segir Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, að almenna reglan sé að hver sá sem stundi íþróttir taki ábyrgð á sjálfum sér, bæði samkvæmt lögum og dómum sem fallið hafi þar um. Hins vegar sé ákvæði í almenntryggingalögum þar sem segi að sá sem verði fyrir slysi við íþróttaiðkun geti fengið endurgreitt hluta af kostnaði við endurhæfingu og sjúkraþjálfun. Þá séu líka dæmi um að íþróttafélög og -sambönd séu með tryggingar fyrir sína félagsmenn. Um 90 þúsund manns stunda íþróttir reglulega á Íslandi. Þar af er bróðurparturinn börn og unglingar. Þau eru ekki tryggð sérstaklega. Ellert segir sem betur fer ekki algengt að fólk slasist alvarlega við íþróttaiðkun, þótt það geti alltaf komið fyrir. Í vaxandi mæli sé skilningur fyrir því hjá íþróttafélögum og íþróttahreyfingunni, og eftir atvikum foreldrum barna sem lendi í slíku, að taka sér tryggingar. Þeir sem eru með leikmannasamninga, atvinnu- eða hálfatvinnuíþróttamenn, eru hins vegar oftast tryggðir í bak og fyrir af sínum félögum. Þeir hafa lítið að óttast, verði þeir fyrir meiðslum. Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Pottur er víða brotinn þegar kemur að tryggingum íþróttafólks, verði það fyrir meiðslum við æfingar eða keppni. Sum félög og sérsambönd hafa keypt tryggingar fyrir sitt fólk en Ólympíu- og íþróttasambandið segir of dýrt að tryggja alla. Í byrjun apríl árið 2002 tóku gildi nýjar reglur um slysatryggingar þeirra sem æfa eða keppa unduir merkjum íþróttafélaga. Þá var sett á sú takmörkun að til þess að eiga rétt á bótum úr slysatryggingum hjá Tryggingastofnun ríkisins þarf slysið að hafa valdið a.m.k. tíu daga óvinnufærni. Aðspurður um hvort fólk sem slasist minna við íþróttaiðkun sé tryggt segir Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, að almenna reglan sé að hver sá sem stundi íþróttir taki ábyrgð á sjálfum sér, bæði samkvæmt lögum og dómum sem fallið hafi þar um. Hins vegar sé ákvæði í almenntryggingalögum þar sem segi að sá sem verði fyrir slysi við íþróttaiðkun geti fengið endurgreitt hluta af kostnaði við endurhæfingu og sjúkraþjálfun. Þá séu líka dæmi um að íþróttafélög og -sambönd séu með tryggingar fyrir sína félagsmenn. Um 90 þúsund manns stunda íþróttir reglulega á Íslandi. Þar af er bróðurparturinn börn og unglingar. Þau eru ekki tryggð sérstaklega. Ellert segir sem betur fer ekki algengt að fólk slasist alvarlega við íþróttaiðkun, þótt það geti alltaf komið fyrir. Í vaxandi mæli sé skilningur fyrir því hjá íþróttafélögum og íþróttahreyfingunni, og eftir atvikum foreldrum barna sem lendi í slíku, að taka sér tryggingar. Þeir sem eru með leikmannasamninga, atvinnu- eða hálfatvinnuíþróttamenn, eru hins vegar oftast tryggðir í bak og fyrir af sínum félögum. Þeir hafa lítið að óttast, verði þeir fyrir meiðslum.
Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira