Ekki enn ástæða til að vara Íslendinga gegn því að ferðast til Frakklands 7. nóvember 2005 17:35 Tómas Ingi Olrich, sendiherra Íslands í París, segir að ekki sé ástæða til að vara Íslendinga við því að koma til Parísar eða annarra borga í Frakklandi, enn sem komið er. Hins vegar sé fylgst með framvindu mála og staðan metin. Tómas Ingi Olrich segir að óeirðirnar séu einkum í úthverfum Parísar en engu að síður sé full ástæða til að hafa varann á. Sendiherran segir að Íslendingar búsettir í París eða íslenskir ferðamenn, hafi ekki leitað til sendiráðsins vegna óeirðanna.Hann segir óeiðirnar teknar mjög alvarlega af stjórnvöldum í Frakklandi. Þau séu ákveðin í að taka málið föstum tökum. Fyrst þurfi að koma á lögum og reglu á ný og stöðva óeirðirnar, síðan verði ráðist að rót vandans og orsakir óeirðanna skoðaðar. Tómas Ingi segir ýmiss samtök múhameðstrúarmanna í Frakklandi hafa lagt sitt af mörkum til að róa fólk. Það væru því ekki eingöngu stjórnvöld og lögregla sem reyndu að stöðva óeirðirnar. Allir vilji að þeim linni sem fyrst. Ráðmenn í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada, Bretlandi, Rússlandi og Hollandi hafa nú varað ríkisborgara sína við að ferðast til Frakklands sem er vinsælasta ferðamannaland heims. Leon Bertrand, ferðamálaráðherra landsins, viðurkennir að óeirðirnar geti haft áhrif á komu ferðamanna ef þær dragast á langinn. Á hinn bóginn sé alla jafna ekki mikið um ferðamenn á þeim svæðum sem orðið hvað verst úti. Ráðherrann segir að hingað til hafi enginn ferðamaður lent í vandræðum. Frakkland sé þrátt fyrir allt öruggt land fyrir ferðamenn. Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Tómas Ingi Olrich, sendiherra Íslands í París, segir að ekki sé ástæða til að vara Íslendinga við því að koma til Parísar eða annarra borga í Frakklandi, enn sem komið er. Hins vegar sé fylgst með framvindu mála og staðan metin. Tómas Ingi Olrich segir að óeirðirnar séu einkum í úthverfum Parísar en engu að síður sé full ástæða til að hafa varann á. Sendiherran segir að Íslendingar búsettir í París eða íslenskir ferðamenn, hafi ekki leitað til sendiráðsins vegna óeirðanna.Hann segir óeiðirnar teknar mjög alvarlega af stjórnvöldum í Frakklandi. Þau séu ákveðin í að taka málið föstum tökum. Fyrst þurfi að koma á lögum og reglu á ný og stöðva óeirðirnar, síðan verði ráðist að rót vandans og orsakir óeirðanna skoðaðar. Tómas Ingi segir ýmiss samtök múhameðstrúarmanna í Frakklandi hafa lagt sitt af mörkum til að róa fólk. Það væru því ekki eingöngu stjórnvöld og lögregla sem reyndu að stöðva óeirðirnar. Allir vilji að þeim linni sem fyrst. Ráðmenn í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada, Bretlandi, Rússlandi og Hollandi hafa nú varað ríkisborgara sína við að ferðast til Frakklands sem er vinsælasta ferðamannaland heims. Leon Bertrand, ferðamálaráðherra landsins, viðurkennir að óeirðirnar geti haft áhrif á komu ferðamanna ef þær dragast á langinn. Á hinn bóginn sé alla jafna ekki mikið um ferðamenn á þeim svæðum sem orðið hvað verst úti. Ráðherrann segir að hingað til hafi enginn ferðamaður lent í vandræðum. Frakkland sé þrátt fyrir allt öruggt land fyrir ferðamenn.
Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira