

Reykingar og persónufrelsi
Það má vel vera að eitthvað sé til í því hjá Siv enda blandast fáum hugur um að reykingar eru subbulegur ávani sem hafa ýmsar neikvæðar afleiðingar bæði fyrir þá sem reykja og þá sem dvelja langdvölum innan um reykingafólk. Það réttlætir samt ekki að farið sé með lögum gegn ákveðnum hópi fólks eins og Siv hyggst gera með frumvarpi sínu og það að ríkisstjórnin skuli ekki styðja tillögu af þessu tagi bendir til þess að einhverjir úr ráðherraliðinu virði enn persónufrelsi og eignarrétt en frumvarpinu er stefnt gegn þeim mannréttindaþáttum.
Það vekur athygli að þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins taka ekki þátt í að leggja frumvarpið fram með Siv enda felst í raun afneitun á hugmyndinni að baki frumvarpinu í nöfnum beggja flokkanna. Undirritaður hætti nýlega að reykja og hefur upplifað magnaðar breytingar til hins betra, bæði á sál og líkama, en finnst þó enn af og frá að ætla að banna öðrum að njóta þessa fíkniefnis sem ríkið er með einkaleyfi á að selja þegnum sínum. Það er vitaskuld voðalega auðvelt að taka afstöðu gegn reykingum enda málstaðurinn vondur en þar sem málið snýst fyrst og fremst um frelsi og forræðishyggju má ekki rugla hlutunum saman og telja þá sem neita að styðja frumvarpið einhverja sérstaka stuðningsmenn reykinga. Það er líka galið að gera ráð fyrir því að þó meirihluti þjóðarinnar sé á móti reykingum sé hann tilbúinn til að fótum troða mannréttindi þeirra sem reykja.
Fólk er á móti klamydíu en er ekkert endilega tilbúið til að hætta að stunda kynlíf eða banna þá athöfn með öllu. Fólk er almennt á móti offitu og kransæðasjúkdómum en fæstir myndu vilja banna sykur og rjóma með lögum. Fólki er almennt meinilla við loftmengun og annt um ósonlagð en það er örugglega ekki tilbúið til að banna einkabílinn.
Reykingafrumvarp Sivjar er í raun stórhættulegt og verði það að lögum er komið ákveðið fordæmi og þá fíleflast þeir forræðishyggjuþingmenn sem vilja hefta sykurneyslu og ekki líður á löngu þar til sykurbannsfrumvarpið "með víðtækan stuðning þjóðarinnar" lítur dagsins ljós. Síðan verða, koll af kolli, allir þeir hlutir sem heilla fíkla bannaðir með lögum. Þar með talið væntanlega sjónvarp, spilakassar, kynlíf, Lottóið og Ídolið.
Þeir sem eru á móti reykingum og eru tilbúnir til að styðja reykingafrumvarpið í blindni myndu örugglega sjá ljósið og hugsa sig tvisvar um ef það ætti að taka af þeim rjómann, Kókið og Prins Pólóið með lögum.
thorarinn@frettabladid.is
Skoðun

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar