Erlent

Hótar að boða til kosninga

Formaður grænlensku landsstjórnarinnar hótar að boða til almennra kosninga ef hann verður ekki endurkjörinn formaður flokks síns. Hans Enoksen er formaður Síúmút sem er stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands. Landsfundur flokksins stendur nú yfir og fer formannskjör fram á morgun. Tveir flokksmenn hafa boðið sig fram til formanns gegn Enoksen, sem meðal annars hefur verið gagnrýndur fyrir að samþykkja umdeildar breytingar á gjaldskrá fyrir rafmagn, vatn og hita. Enoksen hefur tekið mótframboðinu illa og hótar því að boða til almennra kosninga ef hann verður ekki endurkjörinn formaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×