Árás umhverfissinna olli uppnámi 14. júní 2005 00:01 Uppnám varð á ráðstefnu um álmál í dag þegar róttækir umhverfissinnar skvettu grænleitum vökva yfir fundargesti. Töluvert uppnám varð þegar þrennt réðst inn í ráðstefnusalinn og skvetti þar skærgrænu þykkni af einhverju tagi á fundargesti, yfir háborðið og tæknibúnað þar. Í kjölfarið lagðist einn náttúruvinurinn á gólfið og annar reyndi að komast burtu. För hans var stöðvuð og skömmu síðar kom lögregla til að handtaka fólkið. Um var að ræða herskáa náttúruverndarsinna, fólk sem nýlega skipulagði einskonar námskeið í borgaralegri óhlýðni. Ólafur Páll Sigurðsson var þar fremstur í flokki ásamt Örnu Ösp Magnúsardóttur og breska atvinnumótmælandanum Paul Gill. Ráðstefnugestum var augljóslega nokkuð brugðið þegar þeir komu út af fundinum eftir að hafa fengið yfir sig græna gumsið. Þeir vissu reyndar ekki hvað var þarna á ferð. Efnið reyndist vatnsblönduð súrmjólk með grænum matarlit en sú vitneskja virtist ekki róa fundarmenn sem fréttastofan ræddi við. Þeim var mikið niðri fyrir en vildu ekki koma í viðtal. Þeir voru þó sannfærðir um að þetta myndi skaða ásýnd Íslands og undruðust að einhver skildi vilja og geta ráðist inn á friðsamlega ráðstefnu. Hótelstjórnin tók málið augsýnilega mjög alvarlega og hótelstjórinn bannaði allar myndatökur. Það er enda ljóst að mennirnir þrír komust fram hjá starfsfólki hótelsins og að þeir hefðu getað komið með hvað sem er inn í fundarsal - nokkuð sem gæti skaðað ásýnd ráðstefnuhótels. Síðdegis boðaði Landsvirkjun fréttamenn á fund fyrir hönd skipuleggjenda ráðstefnunnar. Þá voru lögreglumenn á verði og öryggisverðir í dyrum sem áttu að leita á fréttamönnum. Þegar fréttamenn sýndu á sér fararsnið breyttist afstaðan, enda ráðstefnustjórum mikið í mun að tjá ánægju sína með allt hér á landi, þrátt fyrir súrmjólkina. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, sem fékk hluta af gusunni yfir sig, sagði við fjölmiðla að hann væri enn að reyna að átta sig á því hvað gerðist. „Við höfum enga trú á að hér hafi verið íslensk samtök á ferð. Þetta eru ekki þær starfsaðferðir sem við þekkjum hér,“ sagði Jóhannes. Fréttir Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Uppnám varð á ráðstefnu um álmál í dag þegar róttækir umhverfissinnar skvettu grænleitum vökva yfir fundargesti. Töluvert uppnám varð þegar þrennt réðst inn í ráðstefnusalinn og skvetti þar skærgrænu þykkni af einhverju tagi á fundargesti, yfir háborðið og tæknibúnað þar. Í kjölfarið lagðist einn náttúruvinurinn á gólfið og annar reyndi að komast burtu. För hans var stöðvuð og skömmu síðar kom lögregla til að handtaka fólkið. Um var að ræða herskáa náttúruverndarsinna, fólk sem nýlega skipulagði einskonar námskeið í borgaralegri óhlýðni. Ólafur Páll Sigurðsson var þar fremstur í flokki ásamt Örnu Ösp Magnúsardóttur og breska atvinnumótmælandanum Paul Gill. Ráðstefnugestum var augljóslega nokkuð brugðið þegar þeir komu út af fundinum eftir að hafa fengið yfir sig græna gumsið. Þeir vissu reyndar ekki hvað var þarna á ferð. Efnið reyndist vatnsblönduð súrmjólk með grænum matarlit en sú vitneskja virtist ekki róa fundarmenn sem fréttastofan ræddi við. Þeim var mikið niðri fyrir en vildu ekki koma í viðtal. Þeir voru þó sannfærðir um að þetta myndi skaða ásýnd Íslands og undruðust að einhver skildi vilja og geta ráðist inn á friðsamlega ráðstefnu. Hótelstjórnin tók málið augsýnilega mjög alvarlega og hótelstjórinn bannaði allar myndatökur. Það er enda ljóst að mennirnir þrír komust fram hjá starfsfólki hótelsins og að þeir hefðu getað komið með hvað sem er inn í fundarsal - nokkuð sem gæti skaðað ásýnd ráðstefnuhótels. Síðdegis boðaði Landsvirkjun fréttamenn á fund fyrir hönd skipuleggjenda ráðstefnunnar. Þá voru lögreglumenn á verði og öryggisverðir í dyrum sem áttu að leita á fréttamönnum. Þegar fréttamenn sýndu á sér fararsnið breyttist afstaðan, enda ráðstefnustjórum mikið í mun að tjá ánægju sína með allt hér á landi, þrátt fyrir súrmjólkina. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, sem fékk hluta af gusunni yfir sig, sagði við fjölmiðla að hann væri enn að reyna að átta sig á því hvað gerðist. „Við höfum enga trú á að hér hafi verið íslensk samtök á ferð. Þetta eru ekki þær starfsaðferðir sem við þekkjum hér,“ sagði Jóhannes.
Fréttir Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira