Grunur um hnífsstungu um borð 14. júní 2005 00:01 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti rússneskan sjómann á haf út í nótt en grunur leikur á að hann hafi verið stunginn með hnífi um borð í skipi sínu. Skipið er eitt af svokölluðum sjóræningjaskipum sem verið hafa í fréttum að undanförnu. Umboðsmaður togarans Ostrovets frá Dóminíka hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 2.30 í nótt vegna skipverja sem hafði hlotið stungusár á kvið. Samkvæmt upplýsingum frá togaranum hafði skipverjinn hlotið áverkana við fiskvinnslu um borð. Skipið var statt á Reykjaneshrygg, 268 sjómílur frá Reykjavík. Umboðsmaðurinn var beðinn um að segja skipstjóra Ostrovets að sigla á fullri ferð í átt að landi. Þar næst hafði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar samband við lækni í áhöfn TF-LIF og lét hann vita um ástand mannsins. Varðskipið Óðinn var við eftirlit á svæðinu og fóru tveir stýrimenn og tveir hásetar frá Óðni um borð í Ostrovets og hlúðu að skipverjanum og undirbjuggu hann undir flutning með þyrlu. TF-LIF fór í loftið kl. fjögur og fékk fylgd þyrlu varnarliðsins þar sem um svo langa vegalengd var að ræða. Þegar þyrlurnar komu að skipinu var það statt 240 sjómílur frá Reykjavík. Vel gekk að hífa manninn um borð og að sögn Magnúsar Arnar Einarssonar, stýrimanns/sigmanns í áhöfn þyrlunnar, var mikill munur að hafa skipverja frá Óðni um borð í Ostrovets til að aðstoða við hífinguna. Það flýtti fyrir því þá þurfti sigmaður ekki að fara niður í skipið til að undirbúa hífinguna. Það skipti einnig máli vegna flugþols þyrlunnar en þetta sjúkraflug var í lengsta lagi. Samkvæmt upplýsingum frá Ostrovets er hinn slasaði 29 ára karlmaður frá Rússlandi en flestir í áhöfn skipsins eru Rússar. Áhöfn TF-LIF hafði náð hinum slasaða um borð um sexleytið í morgun og kom þyrlan til Reykjavíkur kl. 8:20 og var hinn slasaði fluttur á Landspítala - Háskólasjúkrahús í Fossvogi. Eins og fram hefur komið í fréttum er togarinn Ostrovets eitt af sjóræningjaskipunum sem fjallað hefur verið um í fréttum. Meðfylgjandi myndir tók Sverrir Erlingsson flugvirki/spilmaður í áhöfn TF-LIF er komið var að togaranum í nótt. Sjá má varðskipið Óðin við hlið togarans og ein myndin er af þyrlu Varnarliðsins sem fylgdi TF-LIF til öryggis. Myndina inni í TF-LIF tók Magnús Einarsson stýrimaður af lækni og flugvirkja að störfum.MYND/SverrirMYND/SverrirMYND/MagnúsMYND/Sverrir Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti rússneskan sjómann á haf út í nótt en grunur leikur á að hann hafi verið stunginn með hnífi um borð í skipi sínu. Skipið er eitt af svokölluðum sjóræningjaskipum sem verið hafa í fréttum að undanförnu. Umboðsmaður togarans Ostrovets frá Dóminíka hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 2.30 í nótt vegna skipverja sem hafði hlotið stungusár á kvið. Samkvæmt upplýsingum frá togaranum hafði skipverjinn hlotið áverkana við fiskvinnslu um borð. Skipið var statt á Reykjaneshrygg, 268 sjómílur frá Reykjavík. Umboðsmaðurinn var beðinn um að segja skipstjóra Ostrovets að sigla á fullri ferð í átt að landi. Þar næst hafði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar samband við lækni í áhöfn TF-LIF og lét hann vita um ástand mannsins. Varðskipið Óðinn var við eftirlit á svæðinu og fóru tveir stýrimenn og tveir hásetar frá Óðni um borð í Ostrovets og hlúðu að skipverjanum og undirbjuggu hann undir flutning með þyrlu. TF-LIF fór í loftið kl. fjögur og fékk fylgd þyrlu varnarliðsins þar sem um svo langa vegalengd var að ræða. Þegar þyrlurnar komu að skipinu var það statt 240 sjómílur frá Reykjavík. Vel gekk að hífa manninn um borð og að sögn Magnúsar Arnar Einarssonar, stýrimanns/sigmanns í áhöfn þyrlunnar, var mikill munur að hafa skipverja frá Óðni um borð í Ostrovets til að aðstoða við hífinguna. Það flýtti fyrir því þá þurfti sigmaður ekki að fara niður í skipið til að undirbúa hífinguna. Það skipti einnig máli vegna flugþols þyrlunnar en þetta sjúkraflug var í lengsta lagi. Samkvæmt upplýsingum frá Ostrovets er hinn slasaði 29 ára karlmaður frá Rússlandi en flestir í áhöfn skipsins eru Rússar. Áhöfn TF-LIF hafði náð hinum slasaða um borð um sexleytið í morgun og kom þyrlan til Reykjavíkur kl. 8:20 og var hinn slasaði fluttur á Landspítala - Háskólasjúkrahús í Fossvogi. Eins og fram hefur komið í fréttum er togarinn Ostrovets eitt af sjóræningjaskipunum sem fjallað hefur verið um í fréttum. Meðfylgjandi myndir tók Sverrir Erlingsson flugvirki/spilmaður í áhöfn TF-LIF er komið var að togaranum í nótt. Sjá má varðskipið Óðin við hlið togarans og ein myndin er af þyrlu Varnarliðsins sem fylgdi TF-LIF til öryggis. Myndina inni í TF-LIF tók Magnús Einarsson stýrimaður af lækni og flugvirkja að störfum.MYND/SverrirMYND/SverrirMYND/MagnúsMYND/Sverrir
Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira