Innlent

Allt að 70% verðmunur á lyfjum

Allt að 70 prósenta verðmunur reyndist á lausasölulyfjum í apótekum á höfuðborgarsvæðinu í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í 12 apótekum fyrir tæpri viku. Langhagstæðast er að versla í Lyfjaveri við Suðurlandsbraut samkvæmt könnuninni en þar voru 20 lyf af þeim 22 lyfjum, sem könnuð voru, á lægsta verðinu. Mestur var munurinn á Paratabs-verkjatöflum, sem kostuðu minnst 195 krónur en mest 334 krónur. Þar munar 71 prósenti eða 139 krónum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×