Strangar reglur um innflytjendur 3. maí 2005 00:01 Enn hafa Tony Blair og Verkamannaflokkurinn forskot á keppinauta sína samkvæmt könnunum en harkan eykst núna á lokasprettinum.Breski Íhaldsflokkurinn hefur sett strangari reglur um innflytjendur á oddinn í sinni kosningabaráttu. Þetta er sérstakt hitamál í Bradford þar sem Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, var á ferð í dag. Þrátt fyrir að fjöldi þeirra útlendinga sem árlega flytja til Bretlands sé ekki ýkja mikill samanborið við önnur stór Evrópulönd, eins og Þýskaland eða Frakkland, þá sækja útlendingar í auknum mæli til Bretlands og Bretar hafa af þessu nokkrar áhyggjur. Íhaldsflokkurinn hefur heitið því að komist hann til valda verði settir fastir kvótar á hversu margir útlendingar fá atvinnuleyfi í Bretlandi og hversu margir flóttamenn fá pólitískt hæli. Þá vill flokkurinn að Bretland segi sig frá sáttmála Sameinuðu þjóðanna um flóttamenn. Verkamannaflokkurinn hefur reyndar einnig heitið því að herða reglur og það eru aðeins Frjálslyndir demókratar sem hafa ekki tekið þátt í þessari umræðu nú. Paul Kelly, prófessor í stjórnmálafræði við London School of Economics, segir að í rauninni séu innflytjendur ekki stórt vandamál í landinu hvað varðar fjölda fólks sem komi, hvernig tekist sé á við málið og efnahagslegar þarfir Breta. Fólk skynji þetta hins vegar sem mikið vandamál og íhaldsmenn spili á það og vonist til að að græða á því. Kelly segir að önnur ástæða sé að þetta sé leið þeirra til að sameina stuðningsmenn sína. „Þeir geta ekki ráðist á Blair á grundvelli stóru málanna, eins og versnandi efnahags því hann er það ekki, og þeir studdu líka stríðið. Þeir þurfa því að nota eitthvað annað og innflytjendamál eru lýðskrum,“ segir Kelly. Mikill fjöldi innflytjenda, sérstaklega frá Pakistan og Indlandi, hefur sest að í breska bænum Bradford. Í upphafi vantaði vinnuafl í spunaverksmiðjur sem hér voru á hverju strái en þegar sá iðnaður fór á hausinn stóð fólk uppi atvinnulaust. Blóðugar kynþáttaóeirðir hafa ítrekað blossað upp hér í Bradford í hjarta Englands. Málefni innflytjenda skipta íbúa hér miklu máli og af svörum fólksins á götunni að dæma eru skoðanirnar skiptar um innflytjendastefnu Íhaldsflokksins. Íraksstríðið hefur líka sett mark sitt á þessa kosningabaráttu og Tony Blair sætir stöðugri gagnrýni vegna þátttöku Breta í stríðinu. En hversu mikil áhrif hefur Írak á kosningarnar? Brynhildur leitar svara við þessu á morgun en þá á hún stefnumót við herskáa, breska múslima sem segja að Blair sé ótíndur hryðjuverkamaður. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Enn hafa Tony Blair og Verkamannaflokkurinn forskot á keppinauta sína samkvæmt könnunum en harkan eykst núna á lokasprettinum.Breski Íhaldsflokkurinn hefur sett strangari reglur um innflytjendur á oddinn í sinni kosningabaráttu. Þetta er sérstakt hitamál í Bradford þar sem Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, var á ferð í dag. Þrátt fyrir að fjöldi þeirra útlendinga sem árlega flytja til Bretlands sé ekki ýkja mikill samanborið við önnur stór Evrópulönd, eins og Þýskaland eða Frakkland, þá sækja útlendingar í auknum mæli til Bretlands og Bretar hafa af þessu nokkrar áhyggjur. Íhaldsflokkurinn hefur heitið því að komist hann til valda verði settir fastir kvótar á hversu margir útlendingar fá atvinnuleyfi í Bretlandi og hversu margir flóttamenn fá pólitískt hæli. Þá vill flokkurinn að Bretland segi sig frá sáttmála Sameinuðu þjóðanna um flóttamenn. Verkamannaflokkurinn hefur reyndar einnig heitið því að herða reglur og það eru aðeins Frjálslyndir demókratar sem hafa ekki tekið þátt í þessari umræðu nú. Paul Kelly, prófessor í stjórnmálafræði við London School of Economics, segir að í rauninni séu innflytjendur ekki stórt vandamál í landinu hvað varðar fjölda fólks sem komi, hvernig tekist sé á við málið og efnahagslegar þarfir Breta. Fólk skynji þetta hins vegar sem mikið vandamál og íhaldsmenn spili á það og vonist til að að græða á því. Kelly segir að önnur ástæða sé að þetta sé leið þeirra til að sameina stuðningsmenn sína. „Þeir geta ekki ráðist á Blair á grundvelli stóru málanna, eins og versnandi efnahags því hann er það ekki, og þeir studdu líka stríðið. Þeir þurfa því að nota eitthvað annað og innflytjendamál eru lýðskrum,“ segir Kelly. Mikill fjöldi innflytjenda, sérstaklega frá Pakistan og Indlandi, hefur sest að í breska bænum Bradford. Í upphafi vantaði vinnuafl í spunaverksmiðjur sem hér voru á hverju strái en þegar sá iðnaður fór á hausinn stóð fólk uppi atvinnulaust. Blóðugar kynþáttaóeirðir hafa ítrekað blossað upp hér í Bradford í hjarta Englands. Málefni innflytjenda skipta íbúa hér miklu máli og af svörum fólksins á götunni að dæma eru skoðanirnar skiptar um innflytjendastefnu Íhaldsflokksins. Íraksstríðið hefur líka sett mark sitt á þessa kosningabaráttu og Tony Blair sætir stöðugri gagnrýni vegna þátttöku Breta í stríðinu. En hversu mikil áhrif hefur Írak á kosningarnar? Brynhildur leitar svara við þessu á morgun en þá á hún stefnumót við herskáa, breska múslima sem segja að Blair sé ótíndur hryðjuverkamaður.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira