Pyntingar eða háþróaðar yfirheyrslur? 7. desember 2005 08:30 Abu Faraj Al-Libbi var handsamaður í Pakistan í maí á þessu ári. Hann er sagður hafa tekið við verkefnum Khalid Sheikh Mohammed þegar hann var gómaður árið 2003. Al-Libbi á að hafa skipulagt tvö banatilræði við Pervez Musharraf, forseta Pakistans. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Vakti Aðdáun fyrir þolgæðið Fangaverðir CIA voru undrandi yfir því hversu lengi Khalid Sheikh Mohammed þoldi við á vatnsbrettinu svonefnda. Mohammed var handtekinn í Pakistan í mars 2003 og hefur verið í haldi Bandaríkjamanna síðan. Hann er sagður hafa fengið hugmyndina að því að fljúga farþegaþotum á bandarískar byggingar og svo skipulagt árásirnar 11. september 2001. Auk þess er honum gefið að sök að hafa sjálfur tekið bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl af lífi í Pakistan sama ár. NordicPhotos/AFP Bandaríska ABC-sjónvarpsstöðin birti í fyrradag fréttir um að bandaríska leyniþjónustan CIA hefði lokað tveimur fangelsum í Austur-Evrópu í síðasta mánuði í kjölfar ásakana Mannréttindavaktarinnar um að stofnunin stæði í slíkum rekstri í Póllandi og Rúmeníu. Að sögn heimildarmanna stöðvarinnar hafa ellefu grunaðir hermdarverkamenn - sagðir hættulegustu al-Kaídaliðarnir sem Bandaríkjamenn hafa í haldi sínu - verið fluttir þaðan til nýs fangelsis CIA í eyðimörkum Norður-Afríku. Þessir menn hafa allir verið handsamaðir á síðustu misserum og hafa síðan sætt linnulausum yfirheyrslum um fortíð sína og frekari áform al-Kaída. Tíu þessara manna hafa verið beittir því sem CIA kallar háþróaðar yfirheyrsluaðferðir (enhanced interrogation techniques) en Bandaríkjastjórn telur þessar aðferðir ekki til pyntinga.Engin vettlingatök@FrSkyrBlmHöfundur - FormataMedCond 7p:Sveinn Guðmarsson sveinng@frettabladid.isFyrir tæpum mánuði birti ABCstöðin aðra frétt þar sem nokkrum þeirra yfirheyrsluaðferða sem CIA beitir var lýst. Heimildarmenn stöðvarinnar koma úr röðum leyniþjónustunnar en með uppljóstrununum vildu þeir upplýsa almenning um þá leið sem stofnunin hefur ákveðið að feta. Frásagnir þeirra koma heim og saman við vitnisburð fanga sem CIA hefur haft í haldi í Afganistan.Stjórnendur CIA vildu ekki staðfesta fréttina þegar hún var borin undir þá, en þeir fengust heldur ekki til að neita því sem þar kom fram. Eins og sjá má af lýsingunum hér til hliðar eru þessar aðferðir misharkalegar, sú síðasttalda þó sýnu grófust. Þeir CIA-menn sem heimiluðu að láta binda sig á vatnsbrettið entust að meðaltali í fjórtán sekúndur á því áður en þeir gáfust upp. Khalid Sheikh Mohammed, sem handtekinn var í Pakistan 2003, er sagður hafa uppskorið aðdáun fangavarða sinna þegar hann hélt út í tvær og hálfa mínútu undir vatnsflaumnum en svo grátbað hann um að fá að játa.Erfitt er að greina hvar skilin á milli þessara aðferða og pyntinga liggja, að minnsta kosti er John Sifton hjá Mannréttindavaktinni ekki í neinum vafa um að vatnsbrettið sé í síðarnefnda flokknum. "Sá sem sætir þessu telur að verið sé að drepa hann. Því jafngildir þetta sýndaraftöku, sem er bönnuð samkvæmt alþjóðasáttmálum."Allir á einum stað@Mynd -FoMed 6,5p CP:Ramzi Binalshibh Jemeninn á að hafa gegnt veigamiklu hlutverki í Hamborgarsellu al-Kaída sem sögð er hafa skipulagt hryðjuverkin 11. september 2001. Binalshibh er jafnframt grunaður um að hafa stýrt árásinni á bandaríska herskipið USS Cole í Aden árið 2000. Hann hefur verið í haldi Bandaríkjamanna síðan 2002.Nordicphotos/AFPNotkun þessara "háþróuðu yfirheyrsluaðferða" er háð ströngum starfsreglum CIA. Í hvert og eitt skipti þarf að fá leyfi til að beita þeim en ekki er þó vitað til að slíkum beiðnum hafi nokkru sinni verið hafnað. Einungis fjórtán CIA-menn hafa heimild til að beita fanga í haldi stofnunarinnar aðferðunum og þeir hafa fengið sérstaka þjálfun í notkun þeirra. Fyrir nokkrum misserum dó fangi úr lungnabólgu eftir að hafa verið látinn standa rennblautur og kviknakinn á ísköldu gólfi yfir nótt í fangelsi í Afganistan en þeim pyntingum stýrði herforingi sem ekki hafði heimild til þess arna.Tvö önnur dæmi tilfærir ABC um fanga sem dóu eftir yfirheyrslur, báðir í íröskum fangelsum. Leynifangelsi CIA eru ekki mörg, raunar eru þau sem eru í notkun á hverjum tíma teljandi á fingrum annarrar handar. Þau er yfirleitt að finna í herstöðvum sem stundum eru ekki einu sinni lengur í notkun, til dæmis þær í Austur-Evrópu sem sagðar eru frá því á Sovéttímanum.Venjan er að geyma stóra fangahópa saman því þannig er hægt að yfirheyra einn fanga og fá upplýsingarnar sem hann lætur í té staðfestar hjá þeim næsta. Deilur innan CIA Heimildarmenn ABC ítreka hins vegar að deildar meiningar séu um aðferðirnar innan stofnunarinnar og eru nokkrir CIA-menn sagðir hafa hafnað að fá heimild til að beita þeim. Þeir telja að játningar sem fengnar séu með pyntingum séu ekki áreiðanlegar heldur játi margir á sig nánast hvað sem er til að sleppa við frekari misþyrmingar.Þannig er Ibn al-Shaykh al-Libi, einn hinna grunuðu al-Kaídamanna, sagður hafa gefið sig eftir að hafa verið bundinn á vatnsbrettið og síðan látinn standa nakinn og blautur í klefa sínum yfir nótt. Á grundvelli þeirra játninga rökstuddi Bandaríkjastjórn ásakanir sínar um að al-Kaídaliðar fengju þjálfun í Írak í notkun sýklavopna, sem síðar hefur komið á daginn að enginn fótur var fyrir. Sumir telja þó réttlætanlegt að beita hörku þegar talið er að koma megi í veg fyrir hryðjuverk en tíminn er naumur. Eftir sem áður er þó engin trygging fyrir því að þær upplýsingar sem fanginn greinir frá séu í raun og veru réttar eða að hann viti yfirleitt eitthvað um málið.Orðhengilsháttur gagnrýndur@Mynd -FoMed 6,5p CP:Ali ABdul Rahman al-ghamdi Þótt al-Ghamdi sé ekki nema 31 árs barðist hann í Tsjetsjeníu og Afganistan. Honum hefur verið lýst sem höfuðsmanni al-Kaída í Sádi-Arabíu og er hann grunaður um að bera ábyrgð á sprengjutilræðum í Ríad árið 2003. Í kjölfar árásanna gaf hann sig fram við yfirvöld.Nordicphotos/AFPÍ þessu ljósi eru yfirlýsingar Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í fyrradag athyglisverðar. Aðspurð neitaði hún hvorki né játaði að leynifangelsin væru til en ítrekaði þó að Bandaríkjastjórn pyntaði engan eða flytti nokkurn mann til staða þar sem pyntingar væru stundaðar. Mary Robinson, fyrrverandi yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, gagnrýndi Rice fyrir orðhengilshátt og sagði loðin svör stjórnarinnar mjög til vansa. Greinilegt væri að þeir lögfræðilegu ráðunautar sem hún ráðfærði sig við "hefðu tilhneigingu til að nota óljóst orðalag þegar þeir skilgreina pyntingar". Erlent Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sjá meira
@Mynd -FoMed 6,5p CP:Vakti Aðdáun fyrir þolgæðið Fangaverðir CIA voru undrandi yfir því hversu lengi Khalid Sheikh Mohammed þoldi við á vatnsbrettinu svonefnda. Mohammed var handtekinn í Pakistan í mars 2003 og hefur verið í haldi Bandaríkjamanna síðan. Hann er sagður hafa fengið hugmyndina að því að fljúga farþegaþotum á bandarískar byggingar og svo skipulagt árásirnar 11. september 2001. Auk þess er honum gefið að sök að hafa sjálfur tekið bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl af lífi í Pakistan sama ár. NordicPhotos/AFP Bandaríska ABC-sjónvarpsstöðin birti í fyrradag fréttir um að bandaríska leyniþjónustan CIA hefði lokað tveimur fangelsum í Austur-Evrópu í síðasta mánuði í kjölfar ásakana Mannréttindavaktarinnar um að stofnunin stæði í slíkum rekstri í Póllandi og Rúmeníu. Að sögn heimildarmanna stöðvarinnar hafa ellefu grunaðir hermdarverkamenn - sagðir hættulegustu al-Kaídaliðarnir sem Bandaríkjamenn hafa í haldi sínu - verið fluttir þaðan til nýs fangelsis CIA í eyðimörkum Norður-Afríku. Þessir menn hafa allir verið handsamaðir á síðustu misserum og hafa síðan sætt linnulausum yfirheyrslum um fortíð sína og frekari áform al-Kaída. Tíu þessara manna hafa verið beittir því sem CIA kallar háþróaðar yfirheyrsluaðferðir (enhanced interrogation techniques) en Bandaríkjastjórn telur þessar aðferðir ekki til pyntinga.Engin vettlingatök@FrSkyrBlmHöfundur - FormataMedCond 7p:Sveinn Guðmarsson sveinng@frettabladid.isFyrir tæpum mánuði birti ABCstöðin aðra frétt þar sem nokkrum þeirra yfirheyrsluaðferða sem CIA beitir var lýst. Heimildarmenn stöðvarinnar koma úr röðum leyniþjónustunnar en með uppljóstrununum vildu þeir upplýsa almenning um þá leið sem stofnunin hefur ákveðið að feta. Frásagnir þeirra koma heim og saman við vitnisburð fanga sem CIA hefur haft í haldi í Afganistan.Stjórnendur CIA vildu ekki staðfesta fréttina þegar hún var borin undir þá, en þeir fengust heldur ekki til að neita því sem þar kom fram. Eins og sjá má af lýsingunum hér til hliðar eru þessar aðferðir misharkalegar, sú síðasttalda þó sýnu grófust. Þeir CIA-menn sem heimiluðu að láta binda sig á vatnsbrettið entust að meðaltali í fjórtán sekúndur á því áður en þeir gáfust upp. Khalid Sheikh Mohammed, sem handtekinn var í Pakistan 2003, er sagður hafa uppskorið aðdáun fangavarða sinna þegar hann hélt út í tvær og hálfa mínútu undir vatnsflaumnum en svo grátbað hann um að fá að játa.Erfitt er að greina hvar skilin á milli þessara aðferða og pyntinga liggja, að minnsta kosti er John Sifton hjá Mannréttindavaktinni ekki í neinum vafa um að vatnsbrettið sé í síðarnefnda flokknum. "Sá sem sætir þessu telur að verið sé að drepa hann. Því jafngildir þetta sýndaraftöku, sem er bönnuð samkvæmt alþjóðasáttmálum."Allir á einum stað@Mynd -FoMed 6,5p CP:Ramzi Binalshibh Jemeninn á að hafa gegnt veigamiklu hlutverki í Hamborgarsellu al-Kaída sem sögð er hafa skipulagt hryðjuverkin 11. september 2001. Binalshibh er jafnframt grunaður um að hafa stýrt árásinni á bandaríska herskipið USS Cole í Aden árið 2000. Hann hefur verið í haldi Bandaríkjamanna síðan 2002.Nordicphotos/AFPNotkun þessara "háþróuðu yfirheyrsluaðferða" er háð ströngum starfsreglum CIA. Í hvert og eitt skipti þarf að fá leyfi til að beita þeim en ekki er þó vitað til að slíkum beiðnum hafi nokkru sinni verið hafnað. Einungis fjórtán CIA-menn hafa heimild til að beita fanga í haldi stofnunarinnar aðferðunum og þeir hafa fengið sérstaka þjálfun í notkun þeirra. Fyrir nokkrum misserum dó fangi úr lungnabólgu eftir að hafa verið látinn standa rennblautur og kviknakinn á ísköldu gólfi yfir nótt í fangelsi í Afganistan en þeim pyntingum stýrði herforingi sem ekki hafði heimild til þess arna.Tvö önnur dæmi tilfærir ABC um fanga sem dóu eftir yfirheyrslur, báðir í íröskum fangelsum. Leynifangelsi CIA eru ekki mörg, raunar eru þau sem eru í notkun á hverjum tíma teljandi á fingrum annarrar handar. Þau er yfirleitt að finna í herstöðvum sem stundum eru ekki einu sinni lengur í notkun, til dæmis þær í Austur-Evrópu sem sagðar eru frá því á Sovéttímanum.Venjan er að geyma stóra fangahópa saman því þannig er hægt að yfirheyra einn fanga og fá upplýsingarnar sem hann lætur í té staðfestar hjá þeim næsta. Deilur innan CIA Heimildarmenn ABC ítreka hins vegar að deildar meiningar séu um aðferðirnar innan stofnunarinnar og eru nokkrir CIA-menn sagðir hafa hafnað að fá heimild til að beita þeim. Þeir telja að játningar sem fengnar séu með pyntingum séu ekki áreiðanlegar heldur játi margir á sig nánast hvað sem er til að sleppa við frekari misþyrmingar.Þannig er Ibn al-Shaykh al-Libi, einn hinna grunuðu al-Kaídamanna, sagður hafa gefið sig eftir að hafa verið bundinn á vatnsbrettið og síðan látinn standa nakinn og blautur í klefa sínum yfir nótt. Á grundvelli þeirra játninga rökstuddi Bandaríkjastjórn ásakanir sínar um að al-Kaídaliðar fengju þjálfun í Írak í notkun sýklavopna, sem síðar hefur komið á daginn að enginn fótur var fyrir. Sumir telja þó réttlætanlegt að beita hörku þegar talið er að koma megi í veg fyrir hryðjuverk en tíminn er naumur. Eftir sem áður er þó engin trygging fyrir því að þær upplýsingar sem fanginn greinir frá séu í raun og veru réttar eða að hann viti yfirleitt eitthvað um málið.Orðhengilsháttur gagnrýndur@Mynd -FoMed 6,5p CP:Ali ABdul Rahman al-ghamdi Þótt al-Ghamdi sé ekki nema 31 árs barðist hann í Tsjetsjeníu og Afganistan. Honum hefur verið lýst sem höfuðsmanni al-Kaída í Sádi-Arabíu og er hann grunaður um að bera ábyrgð á sprengjutilræðum í Ríad árið 2003. Í kjölfar árásanna gaf hann sig fram við yfirvöld.Nordicphotos/AFPÍ þessu ljósi eru yfirlýsingar Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í fyrradag athyglisverðar. Aðspurð neitaði hún hvorki né játaði að leynifangelsin væru til en ítrekaði þó að Bandaríkjastjórn pyntaði engan eða flytti nokkurn mann til staða þar sem pyntingar væru stundaðar. Mary Robinson, fyrrverandi yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, gagnrýndi Rice fyrir orðhengilshátt og sagði loðin svör stjórnarinnar mjög til vansa. Greinilegt væri að þeir lögfræðilegu ráðunautar sem hún ráðfærði sig við "hefðu tilhneigingu til að nota óljóst orðalag þegar þeir skilgreina pyntingar".
Erlent Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sjá meira