Innlent

Harður árekstur í Borgarnesi

Harður árekstur varð við Fiskilæk í Leirársveit á föstudagskvöldið þegar tveir bílar skullu beint framan á hvorn annan. Tvennt var í hvorum bíl fyrir sig og þurfti að klippa par úr öðrum bílnum. Tildrög slyssins eru ekki ljós en samkvæmt lögreglunni í Borgarnesi er mikil hálka á vegum og færi slæmt. Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans-háskólasjúkrahúss og tvennt lagt inn. Líðan þeirra er eftir atvikum að sögn vakthafandi læknis. Einn piltur, sautján ára, var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi og var hann sendur heim í gærmorgun við góða heilsu samkvæmt vakthafandi lækni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×