Innlent

Skíðasvæði víða opin

Skíðasvæði Ísfirðinga verður opið til klukkan fimm í dag. Þar er nógur snjór og gott færi og allar lyftur opnar. Göngubrautir verða tilbúnar klukkan tólf. Á Ísafirði er logn og léttskýjað og níu stiga frost. Skíðasvæðið Tindastóll á Sauðárkróki verður einnig opið til klukkan fimm í dag. Þar er logn, heiðskírt og ellefu gráðu frost. Nógur snjór og fínt færi. Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið til klukkan fjögur í dag. Þar er nægur snjór og rúmlega það. Hægur vindur og dálítil ofankoma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×