Innlent

Skipafélag í burðarliðnum fyrir norðan

Nýtt íslenskt skipafélag er í burðarliðnum og hyggur félagið á fraktflutninga á milli Eyjafjarðar og meginlands Evrópu. Eigendur skipafélagsins verða bæði innlendir og erlendir en höfuðstöðvar þess verða á Akureyri. Atvinnuþóunarfélag Eyjafjarðar, AFE, hefur á yfirstandandi ári skoðað leiðir til að lækka flutningskostnað fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu og lækka þannig samkeppnishæfni þeirra. Niðurstaða félagsins er að vænlegast sé að koma upp beinum flutningum á milli Norðurlands og helstu markaða í Evrópu og er það nú að aðstoða íslenska og norska fjárfesta við að koma á fót nýju skipafélagi. Að sögn Magnúsar Þórs Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra AFE, er ekki hægt að nefna nein nöfn að svo stöddu. Hann segir að verið sé að ganga frá fjármögnun og það gangi ágætlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×