Innlent

Dæmdur fyrir að hafa erlenda dansara í vinnu hjá sér án tilskilinna leyfa

MYND/E.Ól.

Eigandi veitingastaðarins Bóhems í Reykjavík var dæmdur til að greiða sekt upp á 180 þúsund krónur í Héraðsdómi í dag, ella sæta tveggja vikna fangelsi, fyrir að hafa þrjá erlenda dansara í vinnu hjá sér, án þess að fyrir lægju tilskilin atvinnuleyfi. Þá hafði hann heldur ekki tilkynnt Útlendingastofnun um að hann hefði konurnar í vinnu hjá sér, eins og lög gera ráð fyrir. Konurnar komu hingað til lands frá Tékklandi í apríl á þessu ári. Maðurinn neitaði sök. Auk sektarinnar þarf hinn dæmdi að greiða allan sakarkostnað upp á tæpar 200 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×