Innlent

Átök vegna samkynhneigðra mörgæsa

Tvær karlkyns mörgæsir í dýragarði í Bremerhaven í Þýskalandi hafa vakið harðar deilur um réttindi samkynhneigðra þar í landi. Mörgæsakarlanir urðu ástfangnir og mega nú ekki hvor af öðrum sjá. Yfirmenn dýragarðsins hafa brugðist við með þeim hætti að fá kvenmörgæsir frá dýragarði í Svíþjóð til að freista karlanna. Þetta er gert í því skyni að athuga hvort framboð og eftirspurn hafi ráðið einhverju um ástafar mörgæsanna. Talsmenn samkynhneigðra hafa brugðist reiðir við og andmælt þessum opinberu afskiptum af ástalífi samkynhneigðu mörgæsanna en talsmenn dýragarðsins segjast einungis skipta sér af í nafni vísindanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×