Innlent

Gætir að friði í Líberíu

Hreiðar Eiríksson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, er á leið til Afríkuríkisins Líberíu til að sinna friðargæslustörfum. Stefnt er að því að hann fari nú um næstu mánaðarmót. "Þetta er sex mánaða samningur og veit ekki alveg í hverju starfið felst," segir Hreiðar. Hann hefur áður komið nálægt friðargæslu, en árið 2002 var hann við störf í Bosníu þar sem hann starfaði í teymi gegn mansali. "Þá var ég á vegum íslensku lögreglunnar, en nú er ég að sækja um beint til Sameinuðu þjóðanna." Hann verður ekki eini Íslendingurinn á svæðinu, því þegar starfar Snorri Magnússon lögreglumaður við friðargæslu í Líberíu. Þá er Steinar Berg Björnsson nýlega farin frá svæðinu, en hann hefur verið einn af æðstu stjórnendum friðargæslu Sameinuðu Þjóðanna þar. Hreiðar segist ekki óttast það að vera að fara á ófriðarsvæði. "Eðli málsins samkvæmt er ekki friðargæsla á friðsamlegum svæðum. En ég lít á þetta eins og hvert annað starf. Ég er núna að lesa mig til um hvað hefur verið að gerast þarna."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×