Innlent

Biður Hreim afsökunar

Árni Johnsen, kynnir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, hefur beðið Hreim Örn Heimissonar söngvara afsökunar á atviki sem átti sér stað við lok Brekkusöngs á Þjóðhátíð, en Hreimur hefur ásakað Árna um að hafa slegið sig. Árni segir málavexti þá að hann hafi í ógáti rekist utan í Hreim þegar báðir reyndu að grípa til hljóðnema sem stóð á sviðinu. Kveðst Árni harma að atvikið hafi komið upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×