Ósáttir farþegar skrifa og hringja 3. ágúst 2005 00:01 Flestar fyrirspurnir og kvartanir um verri þjónustu Strætó bs. eftir að nýtt leiðakerfi tók gildi berast úr Árbæ og Breiðholti, að sögn Þórhildar Jónsdóttur í þjónustuveri. Farþegar strætisvagna í Árbæ segjast vera í allt að klukkutíma í og úr vinnu eftir að nýja kerfið var tekið í notkun. Í Breiðholti er mest kvartað undan því að vögnum hafi verið fækkað og þeir aki ekki eins mikið inni í hverfin nú og meðan fyrra kerfi var við lýði. Þórhildur segir að þeir sem hafi hringt og verið í vandræðum með að komast leiðar sinnar hafi fengið leiðbeiningar. Hinum, sem hafi hringt inn með beinar kvartanir hafi verið vísað á skiptiborð Strætó bs. Hún segir greinilegt að þörf hafi verið á að kynna fólki betur breytingu á tíðni ferða á stofnleiðum á álagstímum, en nú er ekið á tuttugu mínútna fresti í stað tíu mínútna, eins og boðað hafði verið í leiðabók. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs., kveðst ekki hafa nákvæma tölu yfir erindi sem borist hafi vegna breytinga á leiðakerfi strætisvagnanna. Hann giski á að þau séu á bilinu 150 - 250. Um það bil helmingur sé kvartanir, en einnig fyrirspurnir og svo ánægjuyfirlýsingar með nýja kerfið. Fólk hafi oftast samband í gegnum tölvupóst, en einnig sé talsvert hringt. "Þessi erindi verða tekin saman og unnið úr þeim," segir Ásgeir. "Stjórn fyrirtækisins verður svo upplýst um innihald þeirra. Í ljósi þess hve um mikla grundvallarbreytingu er að ræða kemur þessi fjöldi erinda ekki stórkostlega á óvart." Varðandi óánægju íbúa í Árbæ segir Ásgeir að þar sé nú boðið upp á hraðleið niður í bæ. Ekki sé víst að fólk hafi almennt kynnt sér möguleika nýja kerfisins. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi er formaður hverfisráðs Árbæjar. Hann kvaðst ekki hafa fengið kvartanir vegna breytinga á leiðakerfinu. Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Flestar fyrirspurnir og kvartanir um verri þjónustu Strætó bs. eftir að nýtt leiðakerfi tók gildi berast úr Árbæ og Breiðholti, að sögn Þórhildar Jónsdóttur í þjónustuveri. Farþegar strætisvagna í Árbæ segjast vera í allt að klukkutíma í og úr vinnu eftir að nýja kerfið var tekið í notkun. Í Breiðholti er mest kvartað undan því að vögnum hafi verið fækkað og þeir aki ekki eins mikið inni í hverfin nú og meðan fyrra kerfi var við lýði. Þórhildur segir að þeir sem hafi hringt og verið í vandræðum með að komast leiðar sinnar hafi fengið leiðbeiningar. Hinum, sem hafi hringt inn með beinar kvartanir hafi verið vísað á skiptiborð Strætó bs. Hún segir greinilegt að þörf hafi verið á að kynna fólki betur breytingu á tíðni ferða á stofnleiðum á álagstímum, en nú er ekið á tuttugu mínútna fresti í stað tíu mínútna, eins og boðað hafði verið í leiðabók. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs., kveðst ekki hafa nákvæma tölu yfir erindi sem borist hafi vegna breytinga á leiðakerfi strætisvagnanna. Hann giski á að þau séu á bilinu 150 - 250. Um það bil helmingur sé kvartanir, en einnig fyrirspurnir og svo ánægjuyfirlýsingar með nýja kerfið. Fólk hafi oftast samband í gegnum tölvupóst, en einnig sé talsvert hringt. "Þessi erindi verða tekin saman og unnið úr þeim," segir Ásgeir. "Stjórn fyrirtækisins verður svo upplýst um innihald þeirra. Í ljósi þess hve um mikla grundvallarbreytingu er að ræða kemur þessi fjöldi erinda ekki stórkostlega á óvart." Varðandi óánægju íbúa í Árbæ segir Ásgeir að þar sé nú boðið upp á hraðleið niður í bæ. Ekki sé víst að fólk hafi almennt kynnt sér möguleika nýja kerfisins. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi er formaður hverfisráðs Árbæjar. Hann kvaðst ekki hafa fengið kvartanir vegna breytinga á leiðakerfinu.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira