Erlent

Sætir rannsókn vegna flugslyss

Fyrrverandi yfirmaður Concorde-áætlunarinnar í Frakklandi sætir nú rannsókn vegna Concorde-flugslyssins fyrir fimm árum þar sem 113 manns fórust. Henri Perrier er sakaður um að hafa vitað um galla í vélunum en látið hjá líða að gera eitthvað í því. Concorde-vélin hafði rétt tekið á loft frá Charles de Gaulle flugvelli þegar kviknaði í henni og hún hrapað skömmu síðar. Rannsóknir leiddu síðar í ljós að hlutur úr vél á vegum Continental Airlines sem lá á flugbrautinni varð til þess að einn hjólbarði á Concorde-vélinni sprakk. Hluti af því skaust í eldsneytistanka vélarinnar með þeim afleiðingum að það kviknaði í henni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×