Innlent

Mikil mengun í Eystrasalti

Sigríður Anna Þórðardóttir sat fund Eystrasaltsráðsins.
Sigríður Anna Þórðardóttir sat fund Eystrasaltsráðsins.

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, sat í fyrradag fund umhverfisráðherra ríkja sem eiga aðild að Eystrasaltsráðinu. Fundurinn sem fram fór í Stokkhólmi var haldinn vegna mikillar mengunar í Eystrasalti.

Umhverfisráðherra lagði á fundinum áherslu á að sjálfbær þróun væri höfð að leiðarljósi við að endurheimta vistkerfi Eystrasalts. Þá lagði ráðherrann einnig áherslu á auknar rannsóknir og að fleiri kæmu að verndun Eystrasalts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×