Segir kaupmátt í sögulegu hámarki 4. nóvember 2005 20:00 Sérstök forsendunefnd Alþýðusambandsins og atvinnurekenda hefur ellefu daga til að úrskurða hvort grundvöllur kjarasamninga sé brostinn - vegna meiri verðbólgu en ráð var fyrir gert. Uppsögn kjarasamninga nú hefði skelfilegar afleiðingar fyrir allan vinnumarkaðinn, segir Ari Edwald og bendir á að kaupmáttur sé í sögulegu hámarki. Í kjarasamningum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins er gengið út frá því að verðbólga verði sem næst tveimur og hálfu prósenti en ekki 4,6 prósent eins og nú er. Þetta þýðir það samt ekki að laun eigi sjálfkrafa að hækka sem því nemur enda væri það ekkert annað en gamaldags vísitölubinding launa. Hana vilja menn í lengstu lög forðast ogóttast reynslu af víxlhækkunum og óðaverðbólgu.Ari Edwald, framkæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin hafa bent á það að ekki sé skynsamlegt að hækka mikið laun núna og það sé af ýmsum ástæðum. Kaupmáttur sé í sögulegu hámarki og þótt einn liður í neysluverðsvísitölu taki sig út úr, eins og fasteignaverð hafi gert, sé sjálfsagt að meta forsendur og skoða hvaða áhrif sú þróun hafi í raun haft á kjör almennings. Eignir almennings hafi hækkað í verði og fjármagnskostnaður hafi lækkað. En staðreyndin er samt sem áður sú að verðbólgan er yfir viðmiðinu og kjarasamningar þar með í uppnámi. Ari segir neysluverðsvísitöluna hafa hækkað meira en samningar hafi gert ráð fyrir og þess vegna sé verðlagsforsenda kjarasamninganna virk. Nú sé að störfum forsendunefnd með tveimur fulltrúum frá ASÍ og tveimur frá SA og hún fari yfir stöðuna. Hún hafi samkvæmt kjarasamningum möguleika á að ná saman um viðbrögð við þeirri stöðu sem uppi er þannig að samningar haldi gildi sínu. Nefndin eigi að ljúka störfum fyrir 15. nóvember og ef hún nái ekki samkomulagi fari umboðið til formanna þeirra félaga sem gert hafi samninga við SA og þeir verði að meta það fyrir 10. desember hvort samningum verði sagt upp og þá tæki það gildi um áramót. Ari bendir á að það séu hins vegar ekki bara þessir samningar við ASÍ sem væru þá í uppnámi því aðrir samningar sem SA hafi gert og samningar ríkisins séu tengdir við forsenduákvæðið. Það myndi því hafa áhrif fyrir allan vinnumarkaðinn ef svo óhönduglega myndi takast til. Hann telji það skelfilega niðurstöðu fyrir allan vinnumarkaðinn ef sú staða kæmi upp. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Sérstök forsendunefnd Alþýðusambandsins og atvinnurekenda hefur ellefu daga til að úrskurða hvort grundvöllur kjarasamninga sé brostinn - vegna meiri verðbólgu en ráð var fyrir gert. Uppsögn kjarasamninga nú hefði skelfilegar afleiðingar fyrir allan vinnumarkaðinn, segir Ari Edwald og bendir á að kaupmáttur sé í sögulegu hámarki. Í kjarasamningum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins er gengið út frá því að verðbólga verði sem næst tveimur og hálfu prósenti en ekki 4,6 prósent eins og nú er. Þetta þýðir það samt ekki að laun eigi sjálfkrafa að hækka sem því nemur enda væri það ekkert annað en gamaldags vísitölubinding launa. Hana vilja menn í lengstu lög forðast ogóttast reynslu af víxlhækkunum og óðaverðbólgu.Ari Edwald, framkæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin hafa bent á það að ekki sé skynsamlegt að hækka mikið laun núna og það sé af ýmsum ástæðum. Kaupmáttur sé í sögulegu hámarki og þótt einn liður í neysluverðsvísitölu taki sig út úr, eins og fasteignaverð hafi gert, sé sjálfsagt að meta forsendur og skoða hvaða áhrif sú þróun hafi í raun haft á kjör almennings. Eignir almennings hafi hækkað í verði og fjármagnskostnaður hafi lækkað. En staðreyndin er samt sem áður sú að verðbólgan er yfir viðmiðinu og kjarasamningar þar með í uppnámi. Ari segir neysluverðsvísitöluna hafa hækkað meira en samningar hafi gert ráð fyrir og þess vegna sé verðlagsforsenda kjarasamninganna virk. Nú sé að störfum forsendunefnd með tveimur fulltrúum frá ASÍ og tveimur frá SA og hún fari yfir stöðuna. Hún hafi samkvæmt kjarasamningum möguleika á að ná saman um viðbrögð við þeirri stöðu sem uppi er þannig að samningar haldi gildi sínu. Nefndin eigi að ljúka störfum fyrir 15. nóvember og ef hún nái ekki samkomulagi fari umboðið til formanna þeirra félaga sem gert hafi samninga við SA og þeir verði að meta það fyrir 10. desember hvort samningum verði sagt upp og þá tæki það gildi um áramót. Ari bendir á að það séu hins vegar ekki bara þessir samningar við ASÍ sem væru þá í uppnámi því aðrir samningar sem SA hafi gert og samningar ríkisins séu tengdir við forsenduákvæðið. Það myndi því hafa áhrif fyrir allan vinnumarkaðinn ef svo óhönduglega myndi takast til. Hann telji það skelfilega niðurstöðu fyrir allan vinnumarkaðinn ef sú staða kæmi upp.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira