Telja kynslóð sem er við völd hafa afskrifað gamla fólkið 4. nóvember 2005 19:45 Eldri hjón, sem fréttastofa Stöðvar 2 hitti í dag, segjast kvíða því að lenda á hjúkrunarheimili og hugsanlega þurfa að skiljast að. Þau segjast hafa það á tilfinningunni að kynslóðin sem nú er við völd hafi afskrifað gamla fólkið. Fjórir af hverjum tíu öldruðum á hjúkrunarheimilum þessa lands þurfa að deila herbergi með öðrum og nokkuð vantar upp á að öldruðum sé veitt næg aðstoð til að vera sem lengst á eigin heimili og að þeim sé tryggð aðstaða á öldrunarheimili þegar þau þurfa þess. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það sem flestir aldraðir vilja, og það sem mest áhersla er lögð á, er að sem flestir geti verið heima hjá sér sem lengst. Erla og Jón áttu nýlega gullbrúðkaupsafmæli. Þau búa á eigin heimili en kvíða því þegar, og ef, sú staða kemur upp að þau þurfa að fara á hjúkrunarheimili. Móðir Erlu var ein af þeim sem var í brýnni þörf. Erla segir hana hafa dáið áður en hún hafi komist að á hjúkrunarheimili, það hafi tekið svo langan tíma. Heilsa þeirra hjóna hefur verið góð og því hafa þau ekki hugsað mikið um að þau lendi hugsanlega í þessari aðstöðu. Jón segir að þess vegna hafi hann kannski ekki hugsað um hvort hann endi á hjúkrunarheimili, lokaður inni á herbergi með einhverjum öðrum karli og kona hans í einhverju öðru herbergi með annarri konu. Hvernig skyldi þeim hjónum finnast kynslóðin sem er nú við völd hugsa um eldri borgara þessa lands? Jón segir það ofureinfalt. Hann hafi það á tilfinningunni að hún sé hér um bil búin að afskrifa þá. Þetta séu kannski stór orð en honum finnist unga fólkið í dag hafa svo mikið að gera að það megi ekki vera að því að hugsa um þá sem eldri eru og voru í raun undirstaða þeirrar velferðar sem ríkir í dag. Jón tekur undir þá fullyrðingu að yngri kynslóðir gleymi að þær verði sjálfar gamlar en hann telji að það sé mannlegt að ýta þeirri hugsun frá sér eins lengi og hægt er. Flestir vonist til þess að verða gamlir en fæstir vilji vera það. Fréttir Innlent Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Eldri hjón, sem fréttastofa Stöðvar 2 hitti í dag, segjast kvíða því að lenda á hjúkrunarheimili og hugsanlega þurfa að skiljast að. Þau segjast hafa það á tilfinningunni að kynslóðin sem nú er við völd hafi afskrifað gamla fólkið. Fjórir af hverjum tíu öldruðum á hjúkrunarheimilum þessa lands þurfa að deila herbergi með öðrum og nokkuð vantar upp á að öldruðum sé veitt næg aðstoð til að vera sem lengst á eigin heimili og að þeim sé tryggð aðstaða á öldrunarheimili þegar þau þurfa þess. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það sem flestir aldraðir vilja, og það sem mest áhersla er lögð á, er að sem flestir geti verið heima hjá sér sem lengst. Erla og Jón áttu nýlega gullbrúðkaupsafmæli. Þau búa á eigin heimili en kvíða því þegar, og ef, sú staða kemur upp að þau þurfa að fara á hjúkrunarheimili. Móðir Erlu var ein af þeim sem var í brýnni þörf. Erla segir hana hafa dáið áður en hún hafi komist að á hjúkrunarheimili, það hafi tekið svo langan tíma. Heilsa þeirra hjóna hefur verið góð og því hafa þau ekki hugsað mikið um að þau lendi hugsanlega í þessari aðstöðu. Jón segir að þess vegna hafi hann kannski ekki hugsað um hvort hann endi á hjúkrunarheimili, lokaður inni á herbergi með einhverjum öðrum karli og kona hans í einhverju öðru herbergi með annarri konu. Hvernig skyldi þeim hjónum finnast kynslóðin sem er nú við völd hugsa um eldri borgara þessa lands? Jón segir það ofureinfalt. Hann hafi það á tilfinningunni að hún sé hér um bil búin að afskrifa þá. Þetta séu kannski stór orð en honum finnist unga fólkið í dag hafa svo mikið að gera að það megi ekki vera að því að hugsa um þá sem eldri eru og voru í raun undirstaða þeirrar velferðar sem ríkir í dag. Jón tekur undir þá fullyrðingu að yngri kynslóðir gleymi að þær verði sjálfar gamlar en hann telji að það sé mannlegt að ýta þeirri hugsun frá sér eins lengi og hægt er. Flestir vonist til þess að verða gamlir en fæstir vilji vera það.
Fréttir Innlent Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira