Lífið

Nýtt óperuhús tekið í notkun

Mikið var um dýrðir þegar nýja óperuhúsið í Kaupmannahöfn var opnað á laugardag að viðstaddri drottningunni og fleira mektarfólki. Um 400 söngvarar, dansarar og leikarar skemmtu gestum í húsinu sem rúmar 1.700 gesti. Óperuunnendur og flytjendur höfðu löngum kvartað undan því að Konunglega leikhúsið, sem byggt var árið 1770 væri óheppilegt til óperusýninga, og varð það loks úr að hinn rúmlega níræði milljarðamæringur, Maersk McKinney Möller, ákvað að láta byggja nýtt óperuhús og kostaði það tæpa 30 milljarða íslenskra króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.