Sport

Táningurinn Wie úr leik

Táningsstúlkan Michelle Wie er úr leik á Sony-mótinu í golfi í bandarísku mótaröðinni. Wie lék á 74 höggum í gær og samtals á níu höggum yfir pari og var sjö höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Japaninn Shigeki Maruyama náði eins höggs forystu á öðrum degi mótsins. Hann lék á 65 höggum og er samtals á átta undir pari. Englendingurinn Justin Rose og Bandaríkjamaðurinn Brett Quigley eru í öðru sæti, höggi á eftir. Vijay Singh er í ellefta sæti og Ernie Els í fimmtánda sæti. Els hefur unnið þetta mót tvö ár í röð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×