Erlent

Brottflutningi frestað

Bakslag virðist komið í friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs eftir að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að til greina kæmi að fresta brottflutningi landnema frá Gaza-svæðinu í sumar um þrjár vikur svo að hann bæri ekki upp á sérstakri sorgarhátíð gyðinga. Auk þess hefur ríkisstjórnin lagt til að fimmtíu hús verði reist í landnemabyggð á Vesturbakkanum en vika er síðan að Bush Bandaríkjaforseti ítrekaði við Sharon að öllum nýframkvæmdum yrði hætt. Palestínskir ráðamenn gagnrýndu áformin harðlega í gær og Shimon Peres, varaforsætisráðherra Ísraels, lýsti furðu sinni á ummælum Sharons.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×