Þröngt mega flugfarþegar sitja 9. júní 2005 00:01 Icelandair og Iceland Express eru í hópi þeirra flugfélaga heims sem þéttast raða fólki í vélarnar sínar samkvæmt úttekt bresks fyrirtækis. Sterling, sem einnig er í eigu Íslendinga, er það flugfélag sem býður farþegum upp á minnsta sætarýmið. Sennilega eru þeir fleiri en færri flugfarþegarnir sem kvarta undan því að þröngt sé á milli sæta þegar þeir fljúga til og frá Íslandi. Upplýsingar frá bresku fyrirtæki, Skytrax, sem norska blaðið Aftenposten fjallaði nýlega um, sýna að íslensku flugfélögin Icelandair og Iceland Express eru í þeim hópi flugfélaga sem raða fólki hvað þéttast í flugvélar sínar. Mælt var bilið á milli sætisbaka til að fá út það rými sem farþegum væri boðið upp á. Á viðskiptafarrými er það British Airways sem býður upp á mesta plássið, 185 cm bil á milli sæta. Athygli vekur að Japan Airlines er í öðru sæti með 157 cm en Japanir eru ekki ýkja hávaxnir. American Airlines býður 152 cm rými á viðskiptafarrými. Ef við færum okkur nær og skoðum norrænu flugfélögin þá er SAS með 127 cm rými og Finnair sömuleiðis en á viðskiptafarrými Icelandair er rýmið aðeins 99 sentímetrar. Rússneska flugfélagið Aerflot er með svipað rými, 97 cm, en minnsta rýmið reyndist hjá Maersk Air eða 84 cm. En skoðum þá almenna farrýmið þar sem ódýrustu fargjöldin eru. Þar eru tvö flugfélög í Asíu með mesta rýmið, 86 cm, American Airlines og Japan Airlines bjóða sömuleiðis upp á rúmgóð sæti eða á bilinu 84-89 cm, norrænu félögin SAS og Finnair eru með 81 cm, Aerflot sömuleiðis, þar fyrir neðan kemur Icelandair með 79 cm, Iceland Express er einnig með 79 cm, eins og British Airways, en það er hins vegar enn þrengra um borð í vélum Ryanair og Easy Jet. Og þrengst er í vélum Sterling, aðeins 72 sentímetrar á milli sæta. Upplýsingafulltrúi Icelandair, Guðjón Arngrímsson, segir varðandi viðskiptafarrýmið að þar sé verið að bera saman flugfélög í langflugi við flug á styttri og meðallöngum leiðum sem sé allt annar hlutur. Varðandi almenna farrrýmið segir hann Icelandair með sambærlegt rými og flest flugfélög Evrópu. Fréttir Innlent Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Icelandair og Iceland Express eru í hópi þeirra flugfélaga heims sem þéttast raða fólki í vélarnar sínar samkvæmt úttekt bresks fyrirtækis. Sterling, sem einnig er í eigu Íslendinga, er það flugfélag sem býður farþegum upp á minnsta sætarýmið. Sennilega eru þeir fleiri en færri flugfarþegarnir sem kvarta undan því að þröngt sé á milli sæta þegar þeir fljúga til og frá Íslandi. Upplýsingar frá bresku fyrirtæki, Skytrax, sem norska blaðið Aftenposten fjallaði nýlega um, sýna að íslensku flugfélögin Icelandair og Iceland Express eru í þeim hópi flugfélaga sem raða fólki hvað þéttast í flugvélar sínar. Mælt var bilið á milli sætisbaka til að fá út það rými sem farþegum væri boðið upp á. Á viðskiptafarrými er það British Airways sem býður upp á mesta plássið, 185 cm bil á milli sæta. Athygli vekur að Japan Airlines er í öðru sæti með 157 cm en Japanir eru ekki ýkja hávaxnir. American Airlines býður 152 cm rými á viðskiptafarrými. Ef við færum okkur nær og skoðum norrænu flugfélögin þá er SAS með 127 cm rými og Finnair sömuleiðis en á viðskiptafarrými Icelandair er rýmið aðeins 99 sentímetrar. Rússneska flugfélagið Aerflot er með svipað rými, 97 cm, en minnsta rýmið reyndist hjá Maersk Air eða 84 cm. En skoðum þá almenna farrýmið þar sem ódýrustu fargjöldin eru. Þar eru tvö flugfélög í Asíu með mesta rýmið, 86 cm, American Airlines og Japan Airlines bjóða sömuleiðis upp á rúmgóð sæti eða á bilinu 84-89 cm, norrænu félögin SAS og Finnair eru með 81 cm, Aerflot sömuleiðis, þar fyrir neðan kemur Icelandair með 79 cm, Iceland Express er einnig með 79 cm, eins og British Airways, en það er hins vegar enn þrengra um borð í vélum Ryanair og Easy Jet. Og þrengst er í vélum Sterling, aðeins 72 sentímetrar á milli sæta. Upplýsingafulltrúi Icelandair, Guðjón Arngrímsson, segir varðandi viðskiptafarrýmið að þar sé verið að bera saman flugfélög í langflugi við flug á styttri og meðallöngum leiðum sem sé allt annar hlutur. Varðandi almenna farrrýmið segir hann Icelandair með sambærlegt rými og flest flugfélög Evrópu.
Fréttir Innlent Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira