Phoenix 2 - Dallas 1 14. maí 2005 00:01 Það var sannkölluð flugeldasýning í Dallas í nótt, þar sem stórskotalið Phoenix Suns kom í heimsókn og vann góðan 119-102 sigur og hefur náð forystu í envígi liðanna á ný. Áskrifendur Sýnar fengu að verða vitni að leiknum í nótt, sem var frábær á að horfa og gefur góð fyrirheit á restina af úrslitakeppninni. Amare Stoudemire og Steve Nash fóru hreinlega á kostum í leiknum í nótt, þar sem eins og við hér á Vísi höfðum lofað, sóknarleikurinn var í fyrirrúmi og tilþrifin glæsileg. Stoudemire skoraði 37 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot fyrir Phoenix og Nash var sínum gömlu félögum erfiður, skoraði 27 stig og átti 17 stoðsendingar. Dirk Nowitzki náði sér aldrei á strik í leiknum fyrir Dallas, sem þrátt fyrir að vera með góða breidd, þarf mikið á góðu framlagi frá honum að halda. Eins og áður sagði var lítið um varnir í leiknum og raunar var varnarleikurinn á tíðum skelfilegur og þá sérstaklega hjá Dallas. Það var ótrúlegt að fylgjast með Amare Stoudemire í fyrrihálfleiknum í nótt, þar sem hann fór mikinn og skoraði megnið af 37 stigum sínum. Hann tróð boltanum alls átta sinnum í leiknum, sem er ótrúlegt og oft á tíðum var drengurinn með hálfann búkinn yfir körfuhringnum. Stoudemire tróð miskunnarlaust yfir leikmenn Dallas, hvern af öðrum, en liðið hefur engann leikmann sem á möguleika í hann, eins og sést á tölfræði hans í einvíginu. Stoudemire er með yfir 35 stig að meðaltali í leik í seríunni og um 15 fráköst, sem er ótrúleg tölfræði og ef hann fær að leika svona lausum hala áfram, verður erfitt fyrir Dallas að vinna einvígið. Steve Nash var sömuleiðis frábær í leiknum og voru stoðsendingarnar sautján persónulegt met hans í úrslitakeppni. Shawn Marion var liðinu líka gríðarlega mikilvægur með hittni sinni úr langskotunum, en hann hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Atkvæðamestir hjá liði Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (13 frák), Jerry Stackhouse 20 stig (7 frák), Josh Howard 15 stig, Jason Terry 14 stig (9 frák, 7 stoðs), Marquis Daniels 13 stig, Michael Finley 11 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (14 frák, 5 varin, 8 troðslur), Steve Nash 27 stig (17 stoðs), Shawn Marion 21 stig (9 frák), Jimmy Jackson 17 stig (8 frák), Quentin Richardson 12 stig. NBA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Sjá meira
Það var sannkölluð flugeldasýning í Dallas í nótt, þar sem stórskotalið Phoenix Suns kom í heimsókn og vann góðan 119-102 sigur og hefur náð forystu í envígi liðanna á ný. Áskrifendur Sýnar fengu að verða vitni að leiknum í nótt, sem var frábær á að horfa og gefur góð fyrirheit á restina af úrslitakeppninni. Amare Stoudemire og Steve Nash fóru hreinlega á kostum í leiknum í nótt, þar sem eins og við hér á Vísi höfðum lofað, sóknarleikurinn var í fyrirrúmi og tilþrifin glæsileg. Stoudemire skoraði 37 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot fyrir Phoenix og Nash var sínum gömlu félögum erfiður, skoraði 27 stig og átti 17 stoðsendingar. Dirk Nowitzki náði sér aldrei á strik í leiknum fyrir Dallas, sem þrátt fyrir að vera með góða breidd, þarf mikið á góðu framlagi frá honum að halda. Eins og áður sagði var lítið um varnir í leiknum og raunar var varnarleikurinn á tíðum skelfilegur og þá sérstaklega hjá Dallas. Það var ótrúlegt að fylgjast með Amare Stoudemire í fyrrihálfleiknum í nótt, þar sem hann fór mikinn og skoraði megnið af 37 stigum sínum. Hann tróð boltanum alls átta sinnum í leiknum, sem er ótrúlegt og oft á tíðum var drengurinn með hálfann búkinn yfir körfuhringnum. Stoudemire tróð miskunnarlaust yfir leikmenn Dallas, hvern af öðrum, en liðið hefur engann leikmann sem á möguleika í hann, eins og sést á tölfræði hans í einvíginu. Stoudemire er með yfir 35 stig að meðaltali í leik í seríunni og um 15 fráköst, sem er ótrúleg tölfræði og ef hann fær að leika svona lausum hala áfram, verður erfitt fyrir Dallas að vinna einvígið. Steve Nash var sömuleiðis frábær í leiknum og voru stoðsendingarnar sautján persónulegt met hans í úrslitakeppni. Shawn Marion var liðinu líka gríðarlega mikilvægur með hittni sinni úr langskotunum, en hann hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Atkvæðamestir hjá liði Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (13 frák), Jerry Stackhouse 20 stig (7 frák), Josh Howard 15 stig, Jason Terry 14 stig (9 frák, 7 stoðs), Marquis Daniels 13 stig, Michael Finley 11 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (14 frák, 5 varin, 8 troðslur), Steve Nash 27 stig (17 stoðs), Shawn Marion 21 stig (9 frák), Jimmy Jackson 17 stig (8 frák), Quentin Richardson 12 stig.
NBA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum