Sár og sorgmæddur 7. júlí 2005 00:01 "Mér brá þegar ég heyrði að búið væri að gera árás á Lundúnir," segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. "Ég var að undirbúa fund með James Gadsden, bandaríska sendiherranum, þegar ég heyrði þetta fyrst. Þegar sendiherrann kom horfðum við saman á fréttir frá Lundúnum á Sky og CNN. Við vorum báðir svekktir, sárir og sorgmæddir þegar við sáum hvað hafði gerst." Davíð segir árásina í gær einkar ófyrirleitna. Spjótunum sé beint að saklausum borgurunum sem geti ekki varið sig. Hann segist eiga marga kunningja í Lundúnum og sem betur fer hafi hann ekki heyrt af neinum sem hafi lent í vandræðum. Davíð segir að þetta sé versta hryðjuverk í sögu Bretlands. Þegar Írski lýðveldisherinn hafi gert árásir hafi hann yfirleitt látið vita hvar og hvenær yrði sprengt. Aðspurður hvort hann telji að árásin tengist þátttöku Breta í Íraksstríðinu segir Davíð að það geti vel verið. "Bretar hafa verið virkustu bandamenn Bandaríkjanna í Írak og því eru þeir líklegast frekar skotmark en ella. Ætla má að þeir séu óvinir númer tvö á eftir Bandaríkjunum hjá þeim öfgamönnum sem gera svona árásir." Davíð segist telja að staða Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sé sterk. "Oftast þjappar fólk sér á bak við stjórnvöld þegar svona atburðir gerast. Í það minnsta fyrstu mánuðina og misserin á eftir." Davíð segir alveg ljóst að hryðjuverkin hafi verið þaulskipulögð. Ódæðismennirnir hafi gert árásirnar á sama tíma og G8-fundurinn hafi verið að hefjast. Þar með hafi þeir tryggt að kastljós fjölmiðlanna væri mjög nærri og öryggisgæsla ekki jafnmikil og venjulega í Lundúnum þar sem fjöldi löggæslumanna væri í Edinborg að gæta þess að þar fari allt vel fram. Davíð segist telja það algjöra tilviljun að árásin hafi verið gerð degi eftir að tilkynnt var að Lundúnir fengju að halda Ólympíuleikana árið 2012. "Ef einhver hefði viljað koma í veg fyrir að leikarnir færu fram í Lundúnum hefðu þeir væntanlega sprengt tveimur dögum fyrr." Fréttir Innlent Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
"Mér brá þegar ég heyrði að búið væri að gera árás á Lundúnir," segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. "Ég var að undirbúa fund með James Gadsden, bandaríska sendiherranum, þegar ég heyrði þetta fyrst. Þegar sendiherrann kom horfðum við saman á fréttir frá Lundúnum á Sky og CNN. Við vorum báðir svekktir, sárir og sorgmæddir þegar við sáum hvað hafði gerst." Davíð segir árásina í gær einkar ófyrirleitna. Spjótunum sé beint að saklausum borgurunum sem geti ekki varið sig. Hann segist eiga marga kunningja í Lundúnum og sem betur fer hafi hann ekki heyrt af neinum sem hafi lent í vandræðum. Davíð segir að þetta sé versta hryðjuverk í sögu Bretlands. Þegar Írski lýðveldisherinn hafi gert árásir hafi hann yfirleitt látið vita hvar og hvenær yrði sprengt. Aðspurður hvort hann telji að árásin tengist þátttöku Breta í Íraksstríðinu segir Davíð að það geti vel verið. "Bretar hafa verið virkustu bandamenn Bandaríkjanna í Írak og því eru þeir líklegast frekar skotmark en ella. Ætla má að þeir séu óvinir númer tvö á eftir Bandaríkjunum hjá þeim öfgamönnum sem gera svona árásir." Davíð segist telja að staða Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sé sterk. "Oftast þjappar fólk sér á bak við stjórnvöld þegar svona atburðir gerast. Í það minnsta fyrstu mánuðina og misserin á eftir." Davíð segir alveg ljóst að hryðjuverkin hafi verið þaulskipulögð. Ódæðismennirnir hafi gert árásirnar á sama tíma og G8-fundurinn hafi verið að hefjast. Þar með hafi þeir tryggt að kastljós fjölmiðlanna væri mjög nærri og öryggisgæsla ekki jafnmikil og venjulega í Lundúnum þar sem fjöldi löggæslumanna væri í Edinborg að gæta þess að þar fari allt vel fram. Davíð segist telja það algjöra tilviljun að árásin hafi verið gerð degi eftir að tilkynnt var að Lundúnir fengju að halda Ólympíuleikana árið 2012. "Ef einhver hefði viljað koma í veg fyrir að leikarnir færu fram í Lundúnum hefðu þeir væntanlega sprengt tveimur dögum fyrr."
Fréttir Innlent Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira