Innlent

Áfallahjálp í nauð

Jóhann Thoroddsen sálfræðingur þekkir vel til þess ferlis sem fer í gang þegar veita þarf áfallahjálp. Aðspurður um ferlið sem fer í gang þegar veita þarf mörgum áfallahjálp segir Jóhann: "Það sem fyrst er gert er að kallað er saman einskonar allrahanda teymi. Fyrst um sinn er nær einungis farið í að afla upplýsinga og safna saman liði. Fólk sem hefur orðið sjónarvottar eða er fórnarlömb er allt í sjokki og lítið annað hægt að gera fyrir það fólk en að veita því skjól og aðhlynningu. Komandi daga fer svo að koma í ljós hverjir þurfa virkilega á andlegum stuðningi að halda og þá fer hin eiginlega áfallahjálp í gang, það er þó mikill minnihluti sem þarf sérstaka meðhöndlun. Það er helst fjölskylda og vinir þeirra sem látast sem þarf mest að huga að. Svo þarf svona teymi líka að styðja við þá sem eru á vettvangi við björgunarstörf og tryggja að álag á þá sé ekki of mikið. Yfirleitt er reglan sú að fólk þarf og fær reglulega hvíld."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×