Innlent

Forsetinn vottar samúð sína

"Ég votta yður og bresku þjóðinni djúpa samúð mína, konu minnar og Íslendinga allra vegna hinna hræðilegu hryðjuverkaárása í London," segir í skeyti sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sendi í gær til Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og Elísabetar Bretadrottningar. "Hugur okkar er hjá hinum særðu og fjölskyldum hinna látnu og slösuðu." Forsetinn segir að um veröld víða sameinist fólk nú "í varðstöðu um hið frjálsa og opna samfélag" og segir Íslendinga heita Bretum einlægum stuðningi á erfiðum tímum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×