Enn ekki náðst í 20 Íslendinga 7. júlí 2005 00:01 Ekki hefur enn tekist að ná í rúmlega tuttugu Íslendinga, sem talið er að séu í Lundúnum, en hjá utanríkisráðuneytinu er verið að reyna að hafa uppi á þeim að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra. Símasamband við borgina er slæmt frá því sprengjuárásirnar voru gerðar þar í morgun og er erfitt að ná sambandi við farsíma. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur mikið verið hringt í upplýsingasímann 545 9900, enda fjöldi Íslendinga á ferðalagi eða starfandi í Lundúnum um þessar mundir. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi Elísabetu Bretadrottningu og Tony Blair samúðarkveðjur í dag eins og fjöldi annarra þjóðarleiðtoga víða um heim. Ólafur Ragnar sagði að hann, Dorrit Moussaieff, eiginkona sín, og Íslendingar allir vottuðu þeim og bresku þjóðinni djúpa samúð vegna hinna hræðilegu hryðjuverkaárása í Lundúnum. Hugurinn væri hjá hinum særðu og fjölskyldum hinna látnu og slösuðu. Forsetinn sagði ennfremur að brýnt væri að sýna á þessari stundu víðtæka samstöðu allra þjóða og að Íslendingar hétu Bretum einlægum stuðningi á erfiðum tímum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur einnig sent forsætisáðherra Bretlands samúðarskeyti vegna hryðjuverkanna í morgun og hefur ríkisstjórnin jafnframt ákveðið í ljósi þessara hörmulegu atburða að flaggað skuli í hálfa stöng við opinberar stofnanir í dag. Þá hefur íslenska þjóðkirkjan vottað sendiráði Bretlands á Íslandi samúð og hefur þeim tilmælum verið beint til presta að þeir opni kirkjur sínar klukkan sex í kvöld til að taka á móti fólki og leiða það í fyrirbæn fyrir fórnarlömbum árásanna í Lundúnum. Fyrirbænastund vegna atburðanna verður í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan átta í kvöld. Fréttir Innlent Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Ekki hefur enn tekist að ná í rúmlega tuttugu Íslendinga, sem talið er að séu í Lundúnum, en hjá utanríkisráðuneytinu er verið að reyna að hafa uppi á þeim að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra. Símasamband við borgina er slæmt frá því sprengjuárásirnar voru gerðar þar í morgun og er erfitt að ná sambandi við farsíma. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur mikið verið hringt í upplýsingasímann 545 9900, enda fjöldi Íslendinga á ferðalagi eða starfandi í Lundúnum um þessar mundir. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi Elísabetu Bretadrottningu og Tony Blair samúðarkveðjur í dag eins og fjöldi annarra þjóðarleiðtoga víða um heim. Ólafur Ragnar sagði að hann, Dorrit Moussaieff, eiginkona sín, og Íslendingar allir vottuðu þeim og bresku þjóðinni djúpa samúð vegna hinna hræðilegu hryðjuverkaárása í Lundúnum. Hugurinn væri hjá hinum særðu og fjölskyldum hinna látnu og slösuðu. Forsetinn sagði ennfremur að brýnt væri að sýna á þessari stundu víðtæka samstöðu allra þjóða og að Íslendingar hétu Bretum einlægum stuðningi á erfiðum tímum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur einnig sent forsætisáðherra Bretlands samúðarskeyti vegna hryðjuverkanna í morgun og hefur ríkisstjórnin jafnframt ákveðið í ljósi þessara hörmulegu atburða að flaggað skuli í hálfa stöng við opinberar stofnanir í dag. Þá hefur íslenska þjóðkirkjan vottað sendiráði Bretlands á Íslandi samúð og hefur þeim tilmælum verið beint til presta að þeir opni kirkjur sínar klukkan sex í kvöld til að taka á móti fólki og leiða það í fyrirbæn fyrir fórnarlömbum árásanna í Lundúnum. Fyrirbænastund vegna atburðanna verður í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan átta í kvöld.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira