Innlent

Lítið um pestir hjá börnum

Heilsufar barna hefur verið með betra móti enn sem komið er í sumar en það er töluverð breyting frá fyrri hluta ársins. "Okkur finnst sumarið alls ekki hafa farið illa af stað og heilsufar barna er með betra móti ef eitthvað er," segir Atli Árnason, yfirlæknir á heilsugæslunni í Grafarvogi. "En kannski er eitthvað meira um að fólk á miðjum aldri fái víruspestir en vant er." Mikið álag var á heilsugæslulæknum mestallan fyrrihluta þessa árs þar sem óvenju mikið var um vírussýkingar bæði hjá börnum og fullorðnum. Atli telur engar sérstakar ástæður fyrir þessu nema að Íslendingar hafi einfaldlega verið óheppnir og að óvenjumargar sýkingar hafi gengið yfir landið. Frá og með júníbyrjun dró mikið úr álaginu að sögn Atla og frá 10. júní hefur lítið orðið vart við víruspestir hjá heilsugæslustöðvunum og Læknavaktinni í Reykjavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×