Innlent

Sýni samstöðu með fórnarlömbum

Amnesty International fordæmir sprengjuárásirnar í Lundúnum sem hafa kostað almenna borgara lífið og sært fjölda fólks alvarlega. Í fréttatilkynningu sem mannréttindasamtökin sendu frá sér í dag segir að árásir á almenna borgara séu aldrei réttlætanlegar. Árásin, sem beindist að almennum borgurum á leið til vinnu, sýni algjört virðingarleysi gagnvart mannhelgi og þeir sem beri ábyrgð á árásunum verði að svara til saka í réttarhöldum. Íslandsdeild Amnesty International hvetur almenning til að koma á Lækjartorg klukkan fimm í dag til að sýna samstöðu með fórnarlömbum árásanna í Lundúnum,og standa vörð um mannréttindi. Er fólk hvatt til að taka með sér kerti og tendra þau.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×