Innlent

Bankastarfsmenn heilir á höldnu

Fjölmargir Íslendingar búa og starfa í London. Þar á meðal eru á fimmta tug starfsmanna Landsbankans. Búið er að hafa uppi á þeim öllum að sögn talsmanns bankans. Nokkrir íslenskir iðnaðarmenn voru við vinnu í aðalbanka Teather and Greenwood við Allgate en bankinn er í eigu Landsbankans. Ein af sprengingunum varð við East Allgate neðanjarðarlestarstöðina þar skammt frá og fannst hún vel í byggingunni en engan sakaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×