Erlent

Hæstiréttur hafnar kröfu foreldra

Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag kröfu foreldra Terriar Schiavo um að næringarslanga verði aftur tengd við hana, en hún var tekin úr Schiavo fyrir tæpri viku að skipan dómara í Flórída. Foreldrar Schiavo leituðu til Hæstaréttar eftir að alríkisdómari í Flórída og áfrýjunardómstóll í Atlanta höfðu hafnað kröfu þeirra. Maður Terriar, Michael Schiavo, hafði upphaflega farið fram á að slangan yrði fjarlægð þar sem hann teldi að hún vildi ekki lifa eins og hún gerir nú, en Terri hefur verið í nokkurs konar dái í fimmtán ár. Háværar deilur hafa spunnist um málið í Bandaríkjunum og rétt til líknardrápa, en búist er við að Schiavo deyi innan tveggja vikna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×