Innlent

Mótmæla komu Rússanna

Samtök herstöðvaandstæðinga, sem á tímum kalda stríðsins þóttu höll undir Rússa þegar þau voru að mótmæla dvöl bandaríska hersins á íslenskri grundu, mótmæla nú komu rússnesku herskipanna til Reykjavíkur. Í tilkynningu frá samtökunum segir að það sé óskiljanlegt að Reykjavíkurborg skuli ítrekað hleypa slíkum drápstólum að bryggju. Þá segir að fallbyssuskothríð skipanna í virðingarskyni samræmist ekki hefðum vopnlausrar þjóðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×