Innlent

Ríflega 20 milljónir á mánuði

MYND/Vísir
Vilhelm Robert Wessmann, forstjóri Actavis, hefur lang hæstu mánaðalaun allra Íslendinga samkvæmt tekjublaði Frjálsrar Verslunar, eða ríflega 20 milljónir króna. Næstir koma Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi og Ingvar Vilhjálmsson í KB banka, með röskar níu milljónir á mánuði en ná samt ekki að vera hálfdrættingar á við Vilhelm Róbert. Þá koma Sindri Sindrason í Actavis og Sólon Sigurðsson í KB banka með hátt á sjöundu milljón á mánuði hvor. Athygli vekur að aðeins fimm stjórnmálamenn komast yfir eina milljón á mánuði. Þar er Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson efstur með eina og hálfa, næstur er Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kistján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Vigdís Finnbogadóttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×