Innlent

Heimsminjanefnd Íslands stofnuð

Menntamálaráðherra hefur sett á laggirnar svokallaða heimsminjanefnd Íslands sem er hugsuð sem samráðsvettvangur til að fylgja eftir samningi UNESCO frá 1972 um menningar- og náttúrarfleifð heimsins. Þetta kemur fram í vefriti menntamálaráðuneytisins. Er nefndinni meðal annars falið það hlutverk að undirbúa tilnefningu íslenskra staða á heimsminjaskrá UNESCO, en nýverið urðu Þingvellir fyrsti staðurinn á Íslandi til þess að komast á skrána. Í nefndinni sitja fulltrúar menningararfs og náttúruverndar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×