Innlent

Þyrlan sótti slasaðan mann

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ungan mann sem slasaðist alvarlega þegar hann féll af svokölluðu átthjóli við Gufuskála, nærri Ólafsvík, um sexleytið í kvöld. Fimm önnur ungmenni voru farþegar á hjólinu og slösuðust þau minna. Maðurinn kvartaði undan eymslum á mjöðm og í baki en hann lenti undir hjólinu þegar það valt. Hann er ekki talinn í lífshættu en var fluttur á Landspítala - háskólasjúkrahús til aðhlynningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×