Innlent

Skíðasvæði opin þrátt fyrir hlýju

Skíðasvæðið í Tindastóli verður opið frá klukkan 12 til 17 síðdegis. Þar er logn og fjögurra stiga hiti en gott færi. Verið er að opna skíða- og snjóbrettasvæðið í Hlíðarfjalli og það verður opið sömuleiðis til fimm. Þar er 6 stiga hiti og blæs að sunnan, tveir til sex metrar á sekúndu. Skíðafærið er troðinn, blautur snjór. Opið er í Bláfjöllum til klukkan sex í kvöld og á Hengilssvæðinu til fimm en skíðasvæðið í Skálafelli er lokað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×